Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2000, Síða 32

Náttúrufræðingurinn - 2000, Síða 32
Algengasta jarðvegstegund á íslandi, eld- íjallajarðvegur (andosol) inniheldur á bilinu 20 til 90 g/kg af lífrænu efni, sem er mikið rniðað við það sem gerist annars staðar (Ólafur Amalds 1993, Ólafur Amalds o.fl. 1995), en magn líffæns efnis í mýrajarðvegi ermun meira, sbr. t.d. 1. töflu. ■ KVIKASILFURSMENGUN VEGNA STRANDROFS Á LÍFRÆNUM jARÐVEGI: REYNSLAN FRÁ QUÉBEC Það kvikasilfur sem er kirfilega bundið lífrænum jarðvegi er skaðlítið á meðan ekki er hróflað við jarðveginum. Á síðustu áratugum hefur hins vegar komið í ljós að berist lífrænn jarðvegur út í vatn í stómm stfl á kvikasilfur, sem þar er bundið, greiða leið inn í lífkeðjuna. Þetta vandamál hefur komið upp á nokkrum stöðum, t.d. í Finnlandi, Bandaríkjunum og Manitoba í Kanada þar sem uppistöðulón hafa verið gerð á grónu landi (Lodenius o.íl. 1983, Abemathy og Cumbie 1977, Bodaly o.fl. 1984). í þessum tilfellum hefur lífrænn jarðvegur komist í grugglausn í lónunum veg- na strandrofs (einnig kallað öldurof), en það ferli er sérstaklega mikilvirkt í uppistöðulónum þar sem vatnshæð er breytileg. Strandrof við lón er útskýrt á 1. mynd. Eitt alvarlegasta tilfellið af þessu tagi kom upp í Québecfylki í Kanada á áttunda og níunda áratugnum. Árið 1975 hófust um- fangsmiklar virkjunarframkvæmdir á La Grande-svæðinu sem fólu m.a. í sér myndun uppistöðulóna sem náðu yfir samtals um 10.000 km2, sem er sambærilegt við flatarmál allra jökla á Islandi. Fyrir virkjun var helsta fæða heimamanna, Kree-fólksins, fiskur úr ám, en þegar árnar fóru að verulegu leyti undir uppistöðulón tók Kree-fólkið að veiða fisk úr lónunum í staðinn. Strandrof við jaðra lónanna leiddi til þess að kvikasilfur barst úr jarðveginum og út í lífkeðjuna. Með tímanum hækkaði styrkur kvikasilfurs í físki í lónunum, sérstaklega stórum ránfiskum, s.s. geddum, Esox lucius (Verdon o.fl. 1991), sem voru mikilvægur þáttur í fæðu Kree- fólksins. Fyrir myndun lónanna var styrkur kvikasilfurs í 70 cm löngum geddum að meðaltali 0,6 mg/kg en níu árum eftir að lón mynduðust var kvikasilfur komið í 4 til 4,5 mg/kg í geddum í sama stærðarflokki. Til samanburðar má benda á að samkvæmt sænskum reglugerðum má styrkur í sölu- hæfri geddu ekki fara yfir 1,0 mg/kg í fiskholdi og samkvæmt íslenskri reglugerð um aðskotaefni í matvælum (nr. 518/1993) eru mörkin 0,5 mg/kg fyrir fisk og fiskvörur, krabbadýr og skelfisk, 1,0 mg/kg fyrir stórlúðu, hákarl og háfa og 0,05 mg/kg fyrir bamamat sem inniheldur fisk. Árið 1984 kom á daginn að meirihluti flaúa við lónin (a.rn.k. 64%) var með hættulega mikið kvikasilfur í líkamsvefjuin samkvæmt stöðlum Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar, WHO (20 ntg/L í blóði eða 5 mg/kg í hári) (James Bay Mercury Commitlee 1988). Var þá snarlega tekið fyrir veiðar úr lónunum og nú er fæða Kree-fólksins að mestu flutt inn á svæðið. Með skjótum viðbrögðum tókst að koma í veg fyrir dauðsföll og fósturskaða af völdum eitrunar. Félagsleg og heilsufarsleg áhrif kvikasilfursmengunar í lónum eru hins- vegar varanleg, þar sem tekið hefur verið fyrir fiskveiðar á svæðinu, en þær voru áður aðalstarfi heimamanna, og í stað fiskmetis neytir Kree-fólkið nú óhollari i'æðu en áður. Breytt mataræði hefur síðan leitt lil aukn- ingar á öðrum heilbrigðisvandamálum, svo sem sykursýki, offitu og hjartasjúkdómum. Hálendisvirkjanir á Islandi hafa verið mikið til umræðu upp á síðkastið. Mikið hefur verið rætt og ritað um fyrirhuguð uppistöðulón norðan Vatnajökuls (þ.e. við Eyjabakka og Kárahnjúka) en minna hefur farið fyrir umræðu urn fyrirhugað miðlunar- lón ofan Norðlingaöldu á Sprengisandi sem ná mun yfir hluta af Þjórsárverum. í öllum þessum tilfellum munu lón færa á kaf gróið land með tilheyrandi strandrofi á jarðvegi við jaðra lónanna. Ef silungi verður sleppt í þessi lón, eða náttúrlegir stofnar ná sér upp þar, er hugsanlegt að kvikasilfur sem nú er bundið í jarðvegi berist inn fæðukeðjuna. Silungsveiðar í uppistöðu- og miðlunar- lónum eru talsvert stundaðar, t.d. í Kvísla- veitum austan Þjórsárvera, og því er hætt 30
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.