Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2000, Side 34

Náttúrufræðingurinn - 2000, Side 34
3. mynd. Horft til suðausturs frá Arnarfelli yfir Arnarfellsver í átt til Hágangna. Hér er raklendi með mosa, gullbrá og grávíði en eyrarrós fjœr. Ljósmynd: E.Þ.E. 1998. yfirleitt sköip, enjarðvegur liggurofan ájökul- eða vatnaseti. Þykkt 22 jarðvegssniða Þóru Ellenar Þórhallsdóttur (1994) er á bilinu 0,5 til 7 m og meðalþykkt er rúmir tveir metrar. Jarðvegur í Þjórsárverum er laus í sér vegna þess að hann er sendinn og einnig vegna þess að lífrænt efni er aðallega mosaleifar sern veita ekki sama viðnám gegn rofi og trefjaríkari plöntuleifar. Þá er rótakerfi plantna gisið og hamlar þar af leiðandi lítt rofi (Þóra Ellen Þórhallsdóttir 1994). Sumarið 1998 voru tekin sjö sýni til efnagreiningar úr tveimur jarðvegssniðum í Þúfuveri. Annað sniðið náði frá yfirborði niður að þykku tvflitu öskulagi á 130 cm dýpi og hitt var um 70 cm þykkt og náði frá öskulaginu og niður á sand undir jarðvegi (5. inynd). Niður- stöður greininga og aðferðir eru birtar í 1. töílu. ■ UMRÆÐUR Niðurstöður okkar í 1. töflu sýna að styrkur kvikasilfurs í móríkumjarðvegi íÞúfuveri er á bilinu 2 til 30 p-g/kg og um 9 mg/kg að meðaltali. Þótt sjö efnagreiningar úr tveimur sniðum gefi ekki tilefni til víðtækra ályktana má samt draga af þeim nokkurn lærdóm. Styrkur kvikasilfurs í jarðvegi í Þúfuveri er afar lágur samanborið við það sem gerist í lífrænum jarðvegi víða annars staðar í heim- inum. Kvikasilfur í lífrænum jarðvegi í skógum Bæjaralands í Þýskalandi er t.d. víða meira en 400 p,g/kg og í lífrænum jarðvegi á La Grande-svæðinu í Québec er meðalstyrkur kvikasilfurs á bilinu 120 til 300 |xg/kg (Schwesig o.fl. 1999, Grodin o.fl. 1995, Mucci o.fl. 1995). Ástæðan fyrir þessum mikla mun er líklega sú að lífræna efnið í jarðveginum í Þúfuveri er fyrst og fremst lítið rotnaðar plöntuleifar, en lífræni jarðvegurinn í La Grande og Bæjaralandi er mjög húmusríkur. En eins og fyrr er getið er það fyrst og fremst húmusinn sem bindur kvikasilfur í jarðvegi. Þá er einnig líklegt að hinn hái styrkur í jarðvegi í Bæjaralandi stafi af iðnaðarmengun í Evrópu, bæði háum styrk kvikasilfurs í lofti og ekki síður súru regni. Ef litið er til kvikasilfursgreininga á gömlum (fyrir daga mengunar), lífrænum 32

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.