Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.10.2000, Blaðsíða 37

Náttúrufræðingurinn - 01.10.2000, Blaðsíða 37
Rauðberjalyng nær góðum ÞROSKA HJÖRLEIFUR GUTTORMSSON Sumarið 2000 verður lengi í minnum haft fyrir veðursœld og góða berjasprettu víðast hvar á landinu. Vorið var fremur svalt, en áfallalaust, og mánuðirnir júlí- september voru hlýir, fremur sólríkir og þurrviðrasamir nyrðra og eystra. A Austurlandi slapp berjalyng við nœturfrost á blómgunartíma og skordýr gátu sinnt sínu hlutverki við frœvun óhindrað. Niðurstaðan birtist okkur sem svignandi greinar af bláberjum er leið á sumar og móar svartir af krækiberjum. Hrútaber náðu góðum þroska annað árið í röð eystra, en það sem mestum tíðindum sœtti var að rauðberjalyng skartaði þroskuðum berjum á þeim fáu stöðum þar sem það vex á Austfjörðum (1. mynd). He'r verður sjónum beint að þessari tegund sem fáir veita athygli, jafnvel í sveitum þar sem hún hefur að líkindum vaxið frá því fyrir landnám. Astæðan er einkum sú að aðeins í hagstæðu árferði ná rauðber þroska og fljótt á litið geta menn haldið að um sé að ræða sortulyng. Rauðberjalyng, sem er af lyngætt, heitir á latínu Vaccinium vitis- idaea og er þannig af sömu __ ættkvísl og bláberjalyng (V. uliginosum) og aðalbláberjalyng (V. myrtillus). Sortulyng (Arctostaphylos uva- ursi) er af sömu ætt og rauðberjalyng en af annarri ættkvísl. Tegundum þessum svipar saman fljótt á litið en við nánari skoðun ber þó margt á milli. Blöð sortulyngs eru heilrend en á rauðberjalyngi eru jaðrar blaðanna oftast örlítið tenntir og með Hjörleífur Gutlormsson (i'. 1935) lauk námi í líffræði mcð diplóm-gráðu frá háskólanum í Leipzig 1963. Búsetlur í Neskaupstað frá 1963 og starfaði við kennslu og rannsóknir, forstöðumaður Náttúrugripasafnsins í Neskaupstað 1971-1978, í Náttúruverndarráði 1972-1978 og alþingismaður 1978-1999. Hjörleifur hefur ritað fjölda greina um náttúrufræði, sljórnmái og umhverfisvernd og nokkrar bækur. Hann er nú sjálfstætt starfandi náttúrufræðingur. niðurorpnum röndum. Blöð beggja eru sígræn, á sortulynginu þó meira gljáandi og að jafnaði dökkgrænni en á rauðberjalyngi. Greinar sortulyngs eru lengri og plantan breiðir meira úr sér en rauðberjalyng, sem myndar oft staka, nær upprétta stöngla sem tengjast skriðulum jarðrenglum. Krónur rauðberjalyngs eru bjöllulaga og mun opnari en á sortulyngi. Blómskipunin er stuttur, drúpandi klasi. Rauðberjalyng er algengt víða á norður- hveli og er getið um tvær aðgreindar deilitegundir (Hultén 1986, Mossberg 1994). Vex lyngið meðal annars í Færeyjum, Skandinavíu og Mið-Evrópu, á Bretlands- eyjum og Vestur-Grænlandi. A norsku og dönsku kallast það tyttebær, á sænsku lingon og á þýsku PreiBelbeere. A ensku er algengasta heitið cowberry. A meginlandi Evrópu er rauðberjalyng algengt í gisnu skóglendi, í deiglendi, á lyngheiðum og til Náttúrufræðingurinn 70 (1), bls. 37-40, 2000. 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.