Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2000, Page 40

Náttúrufræðingurinn - 2000, Page 40
1. mynd. Rauðberjalyng í Reyðarfirði. Myndina tók greinarhöfundur 3. október 2000. Á henni sjást einnig bláber og eitt krœkiber og má afþeim ráða stœrð rauðberjanna. fjalla. í Noregi vex það norður eftir öllu og í allt að 1800 m hæð í Lom í Jotunheimen. Virðist tegundin einkum kjósa magran, súran jarðveg. Hérlendis vex rauðberjalyng í lyngmóum og kjarrlendi, oft í brekkum og skjólmegin í ásum þar sem snjóþekja er í meðallagi eða meiri. 1 Núpasveit vex lyngið allvíða, einkum í hraundokkum og við jarðsig mót austri. Ekki fer miklum sögum af rauðberjasprettu þar sumarið 2000, og gæti verið um að kenna næturfrosti í júnímánuði. Vafalítið hefur alþýða manna fyrr á öldum veilt rauðberjalyngi athygli á þeim fáu stöðum þar sem það er að finna. Guðmundur Hjaltason kennari varð fyrstur manna hérlendis til að skrá tegundina árið 1896 og þá í Núpasveit, þar sem lyng þetta hefur síðan fundist á fleiri stöðum og verið að breiðast út. í 1. og 2. útgáfu Flóru Islands er rauðberjalyngs einvörðungu getið úr Núpasveit. Ingimar Oskarsson skráði lyngið árið 1927 utan til í Reyðarfirði að sunnan- verðu og kannaði árið 1944 úlbreiðslu þess í Núpasveit. í 3. útgáfu Flóru íslands 1948 er tegundarinnar auk þess getið frá Siglufirði (Astvaldur Eydal) og við Uxahver í Reykja- hverfi (Baldvin Friðlaugsson). Fundar- staðurinn í Siglufirði hefur verið véfengdur og telur Guðbrandur Magnússon, sem manna mest hel'ur kannað þar gróður, hæpið að rauðberjalyngið vaxi þar (Guðbrandur Magnússon 1964). Ingólfur Davíðsson skoðaði, að lilvísan Nönnu Guðmunds- dóttur kennara, rauðberjalyng á Fossárdal í Berufirði 1952, en börn þar á dalnum höfðu tekið eftir því um 1937. Eyþór Einarsson fann lyngið í Ormsstaðaljalli í Breiðdal 1958 og síðan hel'ur það fundist þar á stærra svæði. Einnig er rauðberjalyngs getið í fjallafurureit frá 1910 við Rauðavatn hjá Reykjavík (Hákon Bjarnason 1977) og í skógræktarreit í landi Fífilgerðis við Akur- eyri (Helgi Hallgrímsson 1980). Á báðum þessum stöðum er lyngið líklega aðflutt af mannavöldum. El' horft er fram hjá skóg- ræktarreitnum við Rauðavatn takmarkast þekkt útbreiðsla rauðberjalyngs hérlendis við svæði frá Siglufirði austur um til 38

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.