Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2000, Síða 49

Náttúrufræðingurinn - 2000, Síða 49
hunangsmýsla Antechinomys spencerii múlgara Dasycercus cristicauda tígrisköttur, risapokamörður Dasyurops maculatus <á0 skúfpokamörður Dasyuroides bvrnei pokamoldvarpa Notoryctes typhlops pokaúlfur Thylacynus cynoceplialus mn\\Wfh inkarotta vatnapokarotta Caenolestes Cliironectes minimus fu,isinosm SimSSMfot cLá 7. mynd. Nokkrar tegundir pokadýra af pokamarðaœtt, Dasyuridae; pokamoldvörpuœtt, Notoiyctidae; pokaúlfaœtt, Thylacinidae; pokasnjáldruœtt, Caenolestidae, og posuœtt, Didelphidae. (Encyclopœdia Britannica; teikning eftir A.G. Lyne.) Hér verður aðeins greint frá fáeinum pokadýrum, en margt í frásögninni á jafn- framt við um aðra fulltrúa þeirra. Kengúrur. Liðlega 50 tegundir af kengúruætt, er grein- ist í einar 15 ætt- kvíslir, lifa í Ástralíu, á Tasmaníu, Nýju- Gíneu og nálægum eyjum. Afturlimirnir eru stórir og öflugir og flest dýrin rísa upp á þá og styðjast við sterklega rófu. Fimrn ættkvíslir smávaxinna dýra mynda sérstaka undirætt, Potoroinae, rottukengúrur. Þær eru alætur en aðrar kengúrur, undirættin Macropodinae, eru gróðurætur með hólf- skiptan maga, þar sent örverur stuðla að meltingu fæðunnar líkt og íjórturdýrum. Kengúrur beita framlimunum líkt og menn höndum, en allir fimm fingurnir eru nteð hvössum klóm og þumallinn grípur ekki á móti hinum fingrunum. Á afturfæti er fjórða táin stærst og með lengstri kló. Fimmta táin er einnig öflug en önnur og þriðja eru rýrar og samvaxnar. Fyrsta táin (samsvarandi stórutá) er aðeins á minnstu kengúrunni, bísamrottukengúru. Kengúrur beita framloppunum í vörn. Þær eiga þá til að halda andstæðingnum föstum með þeim, rísa upp á rófu og tær og krafsa leiftursnöggt með öflugum afturlimunum. Þannig getur stór kengúrukarl rifið hund eða mann á hol. Annars eru þetta gæfar skepnur sem ekki leggja til annarra nema í nauðvörn. Karlarnir berjast unt kvendýrin á fengitíma en rneiða sjaldan hver annan. Minnst er, sem fyrr segir, bísamrottu- kengúra, Hypsiprymnodon moschatus (8. mynd), um 35-50 cm, þaraferrófan 13-17 cm. Fullorðinn karl vegur um hálft kíló. Dýrin lifa í regnskógum við strendur Queens- lands. Fæðan er einkum skordýr og orrnar, ásamt berjum og rótarhnýðum. Stærsta kengúran, og jafnframt stærsta pokadýrið, er rauðkengúra, Macropus rufus (5. mynd). Karlamir verða allt að 1,8 m 47
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.