Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2000, Qupperneq 50

Náttúrufræðingurinn - 2000, Qupperneq 50
 8. mynd. Bísamrottukengúra, Hypsiprym- nodon moschatus. (Nowak 1990.) háir standandi. I bardagaslellingu tylla þeir sér á tá og verða þá liðlega tveggja metra háir. Þyngstu karlar eru 90 kg en fæstir verða nema 55 kg. Kvendýrin eru minni og léttari, sjaldan þyngri en 30 kg. Litlu ntinni er grákengúra, M. giganteus. Báðar þessar tegundir eru á meginlandi Astralíu, sú gráa einnig á Tasmaníu. Þriðja stórkengúran er klettakengúra eða vallúra, M. robustus, styttri og gildvaxnari en hinar tvær. Klettakengúrur lifa á grýttu landi á meginlandi Astralíu og leita oft skjóls á daginn í hellum, því þær eru náttdýr. Stóru kengúrurnar eru grasbítir. Þær forðast bersvæði en hafast helst við í grasi vöxnu kjarrlendi. A beit standa þær í fjóra fætur og styðjast við rófuna. Annars fara kengúrur yfir á stökki og spyrna sér nteð rófu og afturlimum. Stórar kengúrur á hægagangi fara einn til tvo metra í stökki. Þegar mikið liggur við stökkva þær 9 metra eða lengra, en sjaldan hærra en hálfan annan metra. Sumar kengúrur eru einfarar, aðrar safnast í hjarðir en skipun hjarðarinnar er losaraleg og dýr virðast stundum flytjast milli hjarða. Flestar tegundir virðast æxlast á öllum tímum árs og gjóta einum unga í senn, sjaldan tvíburum. Meðgöngutíminn er um mánuður og unginn fæðist ntjög van- þroska. Nýfædd rauðkengúra er um tveggja til þriggja sentímetra löng og vegur innan við gramm, hárlaus og án afturlima. Fyrsta verk ungans er að skríða upp eftir kvið rnóður sinnar og inn í pokann, þar sem hann sýgur sig fastan á einn af fjórum spenum. Aður var talið að móðirin hjálpaði til með því að sleikja rennu fyrir ungann en nú þykir Ijóst að hún sleikir bara slóðina á eftir honunt og étur slírn og leifar af fósturhimnum. Flestar kengúrur makast strax eftir got og síðan hefst ný meðganga. Ef unginn kemst ekki á spena eða hann drepsl af öðrum orsökum fæðist nýr ungi eftir um mánuð. Annars stöðvast vöxtur fósturs- ins snemma og hefst ekki aftur fyrr en unginn losnar af spena. Hann sleppir honum ekki fyrstu mánuðina. Næstu mánuði hefst hann við í pokanum og eftir það rekur hann hausinn annað veifið inn í pokann til að sjúga. Ungi rauðkengúru er vaninn af spena um ársgamall; grá- kengúruungi er enn lengur á spena. Stundum er kengúra með tvo misgamla unga á spena. Sá yngri er þá fastur á einum spena en sá eldri er að mestu eða öllu laus úr pokanum og sýgur annan spena. Næringarþarfir þessara unga eru ólíkar, enda er ólík samsetning á mjólkinni sem úr spenunum kentur. Hér hefur verið getið urn stærstu og minnstu kengúrurnar. Meðalstórar keng- úrur, um eða yfir metri með rófunni, eru margar kallaðar vallabíur eða vallafíur. Þá má nefna trjákengúrurnar, fimm teg- undir af ættkvíslinni Dendrolagus (5. ntynd), 1-1,5 m að meðtalinni grannri, sívalri rófu sem er ámóta löng eða lengri en bolur og höfuð dýrsins. Þetta eru klifurdýr sem hafast á víxl við í trjám og á jörðu niðri og lifa á laufi og aldinum. Þær eru frábrugðnar öðrum kengúrum í því að fram- og afturlimir eru nokkurn veginn jafnlangir. Surnar lifa á Queenslandi - á norðausturhorni nreginlands Ástralíu - aðrar á Nýju-Gíneu. Kengúrur hafa verið mikið veiddar, bæði vegna felds og kjöts, en það fer einkum í gæludýraiöður. Bændur hafa líka horn í síðu þeirra þar sem þær keppa við sauðfé um beit. Auk þess eyddu menn víða kjörlendi surnra 48
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.