Náttúrufræðingurinn - 2000, Page 51
tegunda. Nokkrum
kengúrum var snemma
útrýmt en aðrar þrífast
vel, enda eru þær nú
friðaðar eða veiðar
háðar eftirliti. Talið er
að stóru kengúrurnar
- rauðkengúrur, grá-
kengúrur og kletta-
kengúrur - séu
samanlagt fleiri en
mennskir Astralir, en
þeir nálgast nú 20
milljónir.
Pokaúlfurinn Á 9- ™ynd. Pokaskolli, Sarcophilus harrisi. (Nowak 1990.)
Tasmaníu
Pokaúlfurinn, Thylacinus cynocephalus,
einnig nefndur tasmaníuúlfur eða tasm-
aníutígur (7. og 13. mynd), var stórt rándýr-
um 1,5 til nærri 2 m, að meðtöldu 50-65 crn
skotti, og 60 cni á herðakamb - sem minnti í
útliti og lífsháttum á úlf eða stóran hund.
Hann var gulgrár eða gulbrúnn með dökkar
rákir þvert yfir hrygg, lend og rófu, ljósari að
neðan. Opið á grunnum poka sneri aftur og í
honum bar kvendýrið tvo til fjóra unga.
Pokaúlfar lifðu á meginlandi Ástralíu og á
Nýju-Gíneu á jökultíma og fram á nútíma.
Yngstu leifar dýranna á meginlandinu eru
um 3000 ára. Trúlega áttu villtir dingóhundar
þátt í að útrýma þeim, en dingóar voru aldrei
áTasmaníu.
Eftir að kvikfjárrækt hófst á Tasmaníu
lögðust pokaúlfar á kindur og alifugla og
stjómvöld lögðu fé til höfuðs þeim. Snemma
á 20. öld voru þeir orðnir fágætir og síðan
1930 er ekki vitað til þess að pokaúlfur hafi
verið felldur. Árið 1933 náðist pokaúlfur
lifandi í síðasta sinn og drapst ári síðar.
Síðan hafa menn þó annað veifið þóst sjá
þessi dýr en 1979 lýstu áströlsk stjómvöld teg-
undina aldauða.
POKASKOLLI
Annað rándýr á Tasmaníu er pokaskolli eða
tasmaníuskolli, Sarcophilus harrísi (7. og 9.
mynd), gildvaxið dýr með snubbótt trýni og
úftð skott, 75-110 cm, þar af er skottið 23-30
cm, og 4-12 kg. Karlamir eru stæiri en
kvendýrin. Feldurinn er svartur eða dökk-
brúnn með hvíta rönd á barka og hvíta bletti á
síðum. Tennurnar eru öflugar líkt og í hýenu.
Eftir mánaðar meðgöngu á haustin (í
mars-apríl) gýtur kvendýrið þremur til
fjórum ungurn sem hafast við í pokanum í
fjóra mánuði.
Pokaskolli lifir á ýmsum hryggleysingjum
og hryggdýrum, þar á rneðal eiturslöngum,
en leggur sér einnig til munns gróður, að
vísu í litlum mæli. Samkvæmt einni athugun
er uppistaðan í fæðunni vallafíur, vambar,
sauðfé og kanínur. Þar sem bændur töldu
pokaskolla skæðan dýrbít var hann mis-
kunnarlaust veiddur framan af, og snemma á
20. öld virtist tegundin í hættu. Auk ofveiða
kom við sögu eyðing búsvæða og farsótt
sem herjaði á dýrin upp úr aldamótunum. En
svo náðu stofnarnir sér og nú er skepnan
algeng víða á Tasmaníu, einkum fjarri
ntannabyggð.
Rannsóknir benda til þess að pokaskolli
sé klént rándýr og ráði ekki niðurlögum
stórra dýra, hafi enda sjaldan eða aldrei bitið
bóndans fé. Hann er hins vegar þeim mun
hæfara hrædýr og nýtir jafnt húðir og bein
sem kjöt. Meðan pokaúlfar lifðu á Tasmaníu
hafa pokaskollar trúlega notið leifanna af
bráð þeirra.
Áður var pokaskolli á meginlandi Ástralíu
en hvarf þaðan á forsögulegum tíma, varð
líklega undir í samkeppninni við aðflutta
dingóhunda.
49