Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2000, Page 57

Náttúrufræðingurinn - 2000, Page 57
GUÐRÍÐUR GYÐA EYJÓLFSDÓTTIR Hattsveppurinn Melanotus phillipsii FUNDINN I' FYRSTA SINN A ISLANDI egar talað er um hattsveppi dettur mönnum oftast í hug eilt- hvað sem er nógu stórt til að auðvelt sé að sjá það. Um smá- sveppi gegnir öðru máli og þarf oft að rýna nokkuð vel í undirlagið sem aldin smá- sveppanna vaxa á til að finna sveppina og síðan töluverða stækkun lil að sjá hvernig þeir eru upp byggðir. Nokkrir hattsveppir eru hins vegar svo smáir að þeir finnast helst þegar leitað er smásveppa. Það varþann 29. júlí 1997 að ég heimsótti æskustöðvarnar, Bryðjuholt í Hrunamanna- hreppi, og var að hjálpa móður minni að beina kvígum sem strokið höfðu yfir á næsta bæ, Högnastaði, rétta leið heim. Þar sem ég stóð við vegarskurðinn og beið eftir mömmu og kvígunum ákvað ég að líta ofan í svörðinn og kanna hvort þar leyndust einhverjir sveppir. Skurðbakkinn var vaxinn snarrót og á sinunni á kafi í grasinu voru litlir, drapplitir hattsveppir (sjá rnynd). 1. ntynd. Melanotus phillipsii afsinu snarrótar. Hnappurfjögurra sveppa séður að neðan og einn stakur með dæld í hatti sem losaðir liafa verið af sinunni. Ennfremur sést ofan á einn sem enn erfastur. SýniAMNH 14899. Högnastöðum Hrunamannahreppi. Ljósm. GGE. Náttúrufræðingurinn 70 (1), bls. 55-56, 2000. 55

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.