Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2000, Page 58

Náttúrufræðingurinn - 2000, Page 58
Hatturinn var drapplitur til gulbrúnn, fyrst með dæld í miðju en síðan flatur með niður- beygt barð, þurr og virtist vera lóhærður, þunnur, 5-7 mm í þvermál, hattholdið mjög þunnt, gert úr daufbrúnum lausol'num sveppþráðum með sylgjum. Fanir voru gul- drapplitar, festar á stafinn og örlítið niður- vaxnar. Þær hafa þumlur á eggjunum, sem byrja í hnúð sem út úr stendur þráður. Stafurinn var miðstæður, 2-3 mm langur og um 0,3 mm breiður, jafnbreiður allur og gerður úr brúnum samsíða þráðum, ýmist beinn eða boginn (nálægt 90°) og er þá festur við sinuna rétt utan við hattbarðið. Gróin voru ljósbrún, 6-8 x 3-4 pm, slétt- veggja, næstum sporbaugótt en heldur digurri í afturendann, sem ber hliðstæðan festinabba, og grennri í framendann, sem á er afar ógreinilegt spírunarop. Gróprent var brúnt. Þegar heim var komið skoðaði ég svepp- inn, mældi stærð hans og tók myndir og þurrkaði hann síðan. Að því loknu gekk ég út á tún í Bryðjuholti og fann sveppinn fyrst á snarrótarsinu við kúagötu í túnjaðrinum (órækt) austur undir Bryðjuholtsmúla og svo aftur á sinu mun fíngerðari gras- tegundar, líklega língresis, í skógræktarreit ofan túns á Bæjarásnum. Þessi smávaxni hattsveppur fannst sem sagt sama daginn á grasinu á þrem stöðurn, sem eru tæpan 1 km og 1,4 km frá þeint fyrsta í landi Högnastaða. Ég reyndi án árangurs að greina sveppinn til tegundar og leitaði þá aðstoðar Helga Hallgrímssonar, senr er manna fróðastur um íslenska hattsveppi. Hann taldi líklegast að þetta væri tegundin Melcmotus phillipsii (Berk. & Broome) Singer sem ég gat staðfest með því að bera sýnin saman við lýsingar og myndir af tegundinni. Og þar með bættist enn ein tegundin við íslensku sveppa- flóruna. PÓSTFANG HÖFUNDAR Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir Náttúrufræðistofnun Islands Pósthólf 180 602 Akureyri Netfang: gge@ni.is Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir (f. 1959) lauk B.S.- prófi í líffræði frá Háskóla íslands 1981 og doktorsprófi í svcppafræði frá Manitobaháskóla í Winnipeg í Kanada 1990. Guðríður Gyða starfar á Náttúrufræðistofnun íslands, Akurcyrarsetri. 56

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.