Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2000, Qupperneq 61

Náttúrufræðingurinn - 2000, Qupperneq 61
1. mynd. Múlajökull. Hann er einn formfegursti skriðjökull landsins og skríðurfrá hveli Hofsjökuls niður í Þjórsárver. Kerfjall og Arnarfell hið mikla rísa austan jökulsins en Hjartafell vestan hans. Þar vestur af er Nauthagajökull. Arnarfellsmúlar mynda bogsveigðar urðaröldurframan við jökulinn. Þœr ertt myndaðar íframhlaupum hans á 18., 19. og 20. öld. Ysta garðaröðin heitir Fremri-Arnatfellsmúlar. Ljósm.: Oddur Sigurðsson (tekin 30. jitní 1998). Á milli kainbsins og jökulsins voru sléttir aurar með óteljandi jökullænum, er að lokum drógust saman í allstórar kvíslar og runnu fyrir endann á kambinum. Enginn eli er á því að kambur þessi ltefur myndast fyrir tilverknað jökulsins. Einhverntíma hefur jökultungan því náð fram að kambinum, er nú stendur eftir sem sönnun unt gríðar- mikinn afturkipp jökulsins. En vitanlega hefur þetta átt sér stað fyrir - meira að segja löngu fyrir landnámstíð íslands, og nægir í því efni að gera sér í hugarlund, hve langan tíma hefði þurft til þess, að mosinn á malarkambinum næði slíkri þykkt - svo þykkur hefði hann aldrei orðið fast við ísjaðarinn. Enn fremur má benda á, hversu langan tíma hefur þurft til að troða hina djúpu, greinilegu götuslóða, sem örsjaldan hafa verið farnir á síðustu öldum, þótt þeir væru fyrrum tíðfarnir. Og loks hefði engum verið fært að leggja leið sína framan undir malarkambi þessum, meðan hann var áfastur jöklinum, sakir vatnsaga frá ísnunt. Það mun því óhætt að fullyrða að afturkippurinn hafi ekki átt sér stað á síðustu 1000 árum, og sennilega hefur hann orðið mörgum öldum áður en ísland byggðist." (Hrakningar og heiðavegir. 11. bindi, bls. 75-76. Jón Eyþórsson þýddi.) Hér er margt skarplega athugað. Full- yrðing Schytes um að kambinum, þ.e. Fremri-Arnarfellsmúlum, hafi verið ýtt upp af jökli sem síðar haft hötfað er merkileg, ekki síst rneð tillili til þess að árið 1840 voru hreyfingar jökla mönnum ekki rnjög ljósar. Athugun hans á fjarlægðinni frá kambi að jökli, 200 m, er einnig mikilsverð. Hún sýnir að á þessum tíma var jökullinn aðeins í seilingarfjarlægð frá garðinum en náði 59
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.