Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2000, Page 62

Náttúrufræðingurinn - 2000, Page 62
2. mynd. Línurit um stöðu jökulsporðs Múlajökuls. Jökullinn er hlaupjökull og skríður fram á nokkurra ára fresti. Myndin sýnir hreyfingar ísrandarinnar frá 1935 til 2000 samkvæmt mœlingum Jöklarannsóknafélags íslands. Oddur Sigurðsson og Tómas Jóhannesson gerðu línuritið. honum þó aldrei þótt flestir aðrir jöklar næðu mestri stærð undir lok 19. aldar og kaffærðu alla sína eldri garða. Hins vegar ofmetur Schyte sennilega aldur garðsins. Gróður- sæld hans hefur villt um fyrir honum, því hann hefur ekki áttað sig á því að gróður- þekjan var eldri en garðurinn sjálfur. Frá- sögnin af gömlum götuslóðum er umhugs- unarverð og verður vikið að því síðar. ■ „UPP UNDIR ARNARFELLP' Schyte og félagar hans gistu undir Arnar- felli en riðu síðan yfirÞjórsá á Arnarfellsvaði og héldu á Sprengisand og þaðan í Ódáðahraun. Þar brast á stórhríð og það var við illan leik að þeir náðu til byggða í Jökuldal nokkrum dögum síðar. Stenstrup og Jónas gerðu gys að þessu ferðalagi og þótti það skila litlum vísindalegum árangri. Jónas orti meira að segja háðskvæði um það sem síðar var fellt inn í kvæðaflokkinn Annes og eyjar. Það hefst svo: Upp undir Amarfelli allri mannabyggð fjær - það er eins satt og ég sit hér - þar sváfu danir í gær. Sjö árum eftir för þeirra Schytes gisti glæstur flokkur vísindamanna upp undir Arnarfelli. Þar voru á ferð jarðfræðingurinn W. Sartorius von Waltershausen og efna- fræðingurinn Robert W. Bunsen, báðir frá Þýskalandi, danski flotaforinginn og náttúru- skoðarinn Haagen von Mathiesen og lismálarinn Emanuel Larsen. Leiðsögumaður var ungur Bessastaðastúdent, Magnús Grímsson, seinna preslur á Mosfelli. Þessir menn komu til landsins vegna Heklugossins sem hófst í september 1845. Gosið var ylirstaðið er þeir stigu á land vorið 1846, en þeir gengu á Heklu og skoðuðu gos- 60

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.