Náttúrufræðingurinn - 2000, Qupperneq 63
stöðvarnar og ferðuðust vítt um land.
Margar ágætar vísindagreinar voru skrifað-
ar um þennan leiðangur og Schyte sjálfur.
sem kom með sama skipi í sinn annan
íslandsleiðangur, ritaði heila bók um gosið.
Magnús Grímsson ritaði frásögn af þessum
ferðum sem er varðveitt á handritadeild
Þjóðarbókhlöðu og var prentuð í Hrakn-
ingum og heiðavegum. Lýsing hans á ferð
þeirra um Arnarfellsveg er eftirfarandi:
„... Daginn eptir var besta veður og þá
ætluðum vjer undir Sprengisand, en er vjer
komum að Sóleyjarhöfðavaði, þá var áin oi
djúp fyrir oss, svo vjer lögðumst þar við vaðið
og ætluðum að vita hvort hún yrði ei minni að
morgni. Vissum vjer það íslendingamir að ef
frost yrði um nóttina til jöklanna, þá kynni áin
að hlaupa fram. En þetta brást og nú var haldið
norður Amarfellsveg. Sá vegur er sliUóttur
mjög og vaila má hann færan kalla. Að áliðnum
degi komumst vjer undir Amarfell og er þar
fagurt mjög. Þar tjölduðum vjer og nú vai' hið
danska merki (flagg) haft á topptjaldinu. Bar
það þá við mjallhvíta jökulkúpuna og jók það á
fegurð þess. Daginn eptir gengu sumir af oss
upp á Amarfell og var þaðan víðsýni hin
fegursta. - Að áliðnum degi var nú haldið
hjeðan og norður með jökulröndinni og svo
sem leið liggur norður miðjan Sprengisand
(JS 543 4to).
í grein sem von Waltershausen skrifaði
eftir íslandsferðina minnist hann á Múla-
jökul og lýsir lauslega lögum í ísnum og
þreföldum jökulgörðum við rönd hans. Það
er merk athugun og vitnisburður um að frá
því jökullinn hopaði frá ystu görðum og til
ársins 1846 hafi hann a.m.k. þrisvar haft
viðstöðu eða skriðið fram á undanhaldi sínu
(Þorvaldur Thoroddsen 1903-1904). Vel má
vera að í dagbókum hinna erlendu vísinda-
manna séu nánari lýsingar af því sem fyrir
augu bar en þær eru ekki nærtækar.
■ EYVINDUR OG HALLA
Skrif Schytes eru elsta beina heimildin um
Arnarfellsmúla sem þekkt er. Hins vegar eru
til eldri óbeinar heimildir um þá. Munnmæli
herma að hreysi Fjalla-Eyvindar og Höllu
undir Arnarfellsjökli hafi verið í Arnarfells-
múlum. Allglögg lýsing er til á híbýlum
þeiira eftir Brynjólf Sigurðsson sýslumann í
Árnessýslu, sem skrifuð er haustið 1762.
Vart hafði orðið úlilegumanna þar á
afréttinni inni undir jöklum og í október-
byrjun það ár hélt stór hópur leitarmanna
inn á hálendið. Brynjólfur skrifar:
„Þessir menn leituðu lta og 2an octobris.
Þann 3ja fundust tjaldstaðir þjófanna og
seinast þeirra híbýli, vestan við Arnarfell
undir jöklinum, hér um 3 þingmannaleiðir frá
byggð. Þar var grafin innan stór hóll, fallega
hlaðnir kampar að dyrum og hrísflaki í þeim;
fyrir innan kampana var hús þvert um,
tveggja faðma langt, en vel faðms breitt,
grafið með páli og rekurn. Innar af þver-
húsinu lágu nær 2ja faðma löng göng, upp í
hólinn í kringlótt eldhús, sem var 20 fet í
kring. í eldhúsinu voru lítil hlóð. Uppi yfir
þeim héngu tveir lundabaggar og magáll af
sauðum. Húsin voru af viðarflökum og
sauðagærum upp gerð og tyrfð; gærurnar
skaraðar sem helluþak ... Engan mann urðu
leitarmenn varir við; því fóru þeir að leita
spora hjá híbýlum þessurn, og fundu þeir 5
hesta og tveggja manna ný spor upp á
Arnarfellsjökul, hver þeir röktu upp á há-
jökul og svo vestur eftir honum, svo lengi
sem dagur hrökk. Fjúkmaldur og þoku fengu
þeir á jöklinum. Snéru þeir svo til baka eftir
sólarlag til híbýla þjófanna ... Til byggða
var skemmst af jöklinum, þá leitarmenn aftur
snéru, í Blöndudalinn." (Ólafur Briem. Úti-
legumenn og auðar tóftir, bls. 131-133.) Sjá
3. og 4. mynd.
Nöfn Ey vindar og Höllu koma hvergi fyrir
í skýrslunni en aldrei hefur verið efast um að
þau hafi búið þarna (sbr. Þjóðsögur Jóns
Árnasonar 11,239 og IV, 401 —403). Örnefnið
Amarfellsmúlar er heldur ekki nefnt en
staðsetningin „vestan til við Arnarfell undir
jöklinum" getur varla átt við annan stað en
Arnarfellsmúla, og raunar mun vandfundinn
sá hóll í Þjórsárverum sem hægt er að hola
innan eins og þarna er lýst, annars staðar en
í Fremri-Arnarfellsmúlum. Páll Melsteð
ski'ifaði um Fjalla-Ey vind í íslending 1860 og
segir þar að sést hafi tóftarbrot undir
Amaifellsmúlum „... en nú munu þær menjar
undir lok liðnar“.
61