Náttúrufræðingurinn - 2000, Síða 66
■ FORNAR LEIÐIR
Á dögum Fjalla-Eyvindar voru ferðir um
miðhálendi Islands afar fátíðar. Sprengi-
sandsleið hin forna var t.d. nánast týnd. Það
var einmitt í leit að þeirri leið sem Einar
Brynjólfsson frá Stóra-Núpi fann híbýli
þeirra Höllu í Eyvindarveri árið 1772 og
handtók þau, tíu árum eftir flóttann úr
Arnarfellsmúlum. Áður, og allt frá land-
námstíð, var Sprengisandur fjölfarin leið en
á síðari hluta 17. aldar fækkaði mjög
mannaferðum unt hálendið. Á 19. öld tók
umferð um Sprengisand að aukast á ný og
líklegast er að svipaðar leiðir hafi verið
farnar og til forna. Farið var upp nteð Þjórsá
að vestan og síðan yfir ána á Sóleyjar-
höfðavaði. Það var þó illt yfirferðar, eða
ófært, ef mikið var í ánni. Þá varð að fara
Arnarfellsvað og þangað var um tvær
meginleiðir að velja. Annaðhvort áfram upp
með Þjórsá og yfir kvíslar þær sem koma úr
Þjórsárverum, sem oft voru erfiðar yfir-
ferðar, eða upp að jöklinum og yfir
jökullænurnar áður en þær náðu að renna
saman í meginkvíslar. Á 19. öld var þetta
kallað að fara Arnarfellsmúla. Það sem
Schyte segir um eldgamlar götur í Arnar-
fellsmúlum gæti bent til fornrar leiðar.
Raunar lætur hann að því liggja berum
orðum þegar hann talar um „hina djúpu,
greinilegu götuslóða, sem örsjaldan hafa
verið farnir á síðustu öldum, þótt þeir væru
fyrrum tíðfarnir". Þetta er þó hæpin stað-
hæfing: Þjórsárver voru alla tíð nytjuð af
Árnesingum og þótt hálendisvegir lands-
fjórðunga á milli hafi týnst vissu menn alltaf
af leiðum til veranna. Þangað sóttu menn
heiðagæs, álftafjaðrir og ætihvönn, og
vafalaust hafa menn farið þangað í sauð-
fjársmölun á haustin þótt litlar heimildir séu
um það. Götur um Arnarfellsmúla gátu
hugsanlega orðið til af þeirri umferð.
Niðurstaða þessara hugleiðinga er sú að
Fremri-Arnarfellsmúlar hafi orðið til við
hlaup í Múlajökli og séu ekki yngri en frá um
1750 en líklega ekki verulega rniklu eldri
heldur. Efri-Amarfellsmúlar hafa orðið til við
síendurtekin franthlaup jökulsins á undan-
förnum öldum. Óliklegt er að forn Sprengi-
sandsleið hafi legið um Fremri-Múlana.
Híbýli útilegumanna vestan undir Arnarfelli
geta vart hafa verið annars staðar en í
austanverðum Múlunum. Rústir þeirra hafa
sópast burt í jökulhlaupi úr Kerinu.
■ HEIMILDIR
Jóhann Kolbeinsson. Afréttur Gnúpverja. Göngur
og Réttir II (ritstj. Bragi Sigurjónsson).
Bókaútgáfan Skjaldborg, Akureyri, 1984.
Jón Árnason. Islenzkar þjóðsögur og ævintýri.
Bókaútgáfan Þjóðsaga, Reykjavík 1961.
Jón Eyþórsson & Pálmi Hannesson. Hrakningar
og heiðavegir, II. bindi. Bókaútgáfan Norðri,
Akureyri 1950.
Oddur Sigurðsson 1998. Glacier variations in
Iceland 1930-1995. Jökull 45. 3-25.
Ólafur Briem. Utilegumenn og auðar tóftir.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík 1983.
Páll Melsteð. Fjalla-Eyvindur. Greinarflokkur f
íslendingi 1860-1861.
Sigurður Þórarinsson 1946. I veldi Vatnajökuls
II. Stærðarbreytingar Vatnajökuls og orsakir
þeirra. Lesbók Morgunblaðsins 1946. Bls.
260-263.
Tómas Jóhannesson & Oddur Sigurðsson 1998.
Interpretation of glacier variations in Iceland
1930-1995. Jökull 45. 27-33.
Þorvaldur Thoroddsen. Landfræðisaga íslands
IV. Kaupmannahöln 1903-1904.
PÓSTFANG OG NETFANG HÖFUNDAR
Árni Hjartarson
Orkustofnun
Grensásvegi 9
108 Reykjavík
ah@os.is
64