Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2000, Qupperneq 66

Náttúrufræðingurinn - 2000, Qupperneq 66
■ FORNAR LEIÐIR Á dögum Fjalla-Eyvindar voru ferðir um miðhálendi Islands afar fátíðar. Sprengi- sandsleið hin forna var t.d. nánast týnd. Það var einmitt í leit að þeirri leið sem Einar Brynjólfsson frá Stóra-Núpi fann híbýli þeirra Höllu í Eyvindarveri árið 1772 og handtók þau, tíu árum eftir flóttann úr Arnarfellsmúlum. Áður, og allt frá land- námstíð, var Sprengisandur fjölfarin leið en á síðari hluta 17. aldar fækkaði mjög mannaferðum unt hálendið. Á 19. öld tók umferð um Sprengisand að aukast á ný og líklegast er að svipaðar leiðir hafi verið farnar og til forna. Farið var upp nteð Þjórsá að vestan og síðan yfir ána á Sóleyjar- höfðavaði. Það var þó illt yfirferðar, eða ófært, ef mikið var í ánni. Þá varð að fara Arnarfellsvað og þangað var um tvær meginleiðir að velja. Annaðhvort áfram upp með Þjórsá og yfir kvíslar þær sem koma úr Þjórsárverum, sem oft voru erfiðar yfir- ferðar, eða upp að jöklinum og yfir jökullænurnar áður en þær náðu að renna saman í meginkvíslar. Á 19. öld var þetta kallað að fara Arnarfellsmúla. Það sem Schyte segir um eldgamlar götur í Arnar- fellsmúlum gæti bent til fornrar leiðar. Raunar lætur hann að því liggja berum orðum þegar hann talar um „hina djúpu, greinilegu götuslóða, sem örsjaldan hafa verið farnir á síðustu öldum, þótt þeir væru fyrrum tíðfarnir". Þetta er þó hæpin stað- hæfing: Þjórsárver voru alla tíð nytjuð af Árnesingum og þótt hálendisvegir lands- fjórðunga á milli hafi týnst vissu menn alltaf af leiðum til veranna. Þangað sóttu menn heiðagæs, álftafjaðrir og ætihvönn, og vafalaust hafa menn farið þangað í sauð- fjársmölun á haustin þótt litlar heimildir séu um það. Götur um Arnarfellsmúla gátu hugsanlega orðið til af þeirri umferð. Niðurstaða þessara hugleiðinga er sú að Fremri-Arnarfellsmúlar hafi orðið til við hlaup í Múlajökli og séu ekki yngri en frá um 1750 en líklega ekki verulega rniklu eldri heldur. Efri-Amarfellsmúlar hafa orðið til við síendurtekin franthlaup jökulsins á undan- förnum öldum. Óliklegt er að forn Sprengi- sandsleið hafi legið um Fremri-Múlana. Híbýli útilegumanna vestan undir Arnarfelli geta vart hafa verið annars staðar en í austanverðum Múlunum. Rústir þeirra hafa sópast burt í jökulhlaupi úr Kerinu. ■ HEIMILDIR Jóhann Kolbeinsson. Afréttur Gnúpverja. Göngur og Réttir II (ritstj. Bragi Sigurjónsson). Bókaútgáfan Skjaldborg, Akureyri, 1984. Jón Árnason. Islenzkar þjóðsögur og ævintýri. Bókaútgáfan Þjóðsaga, Reykjavík 1961. Jón Eyþórsson & Pálmi Hannesson. Hrakningar og heiðavegir, II. bindi. Bókaútgáfan Norðri, Akureyri 1950. Oddur Sigurðsson 1998. Glacier variations in Iceland 1930-1995. Jökull 45. 3-25. Ólafur Briem. Utilegumenn og auðar tóftir. Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík 1983. Páll Melsteð. Fjalla-Eyvindur. Greinarflokkur f íslendingi 1860-1861. Sigurður Þórarinsson 1946. I veldi Vatnajökuls II. Stærðarbreytingar Vatnajökuls og orsakir þeirra. Lesbók Morgunblaðsins 1946. Bls. 260-263. Tómas Jóhannesson & Oddur Sigurðsson 1998. Interpretation of glacier variations in Iceland 1930-1995. Jökull 45. 27-33. Þorvaldur Thoroddsen. Landfræðisaga íslands IV. Kaupmannahöln 1903-1904. PÓSTFANG OG NETFANG HÖFUNDAR Árni Hjartarson Orkustofnun Grensásvegi 9 108 Reykjavík ah@os.is 64
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.