Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2000, Síða 68

Náttúrufræðingurinn - 2000, Síða 68
2. mynd. Jóhannes Björnsson 1907-1998. viðbótar 93 tegundir úr Norður- Atlantshafi í nágrenni landsins. Þá eru 108 samlokutegundir úr sjónum umhverfis landið og til viðbótar 32 tegundir annars staðar úr Norður-Atlantshafi. I riti Ingi- mars Óskarssonar (1982) um skeldýrafánu íslands er nú talin 171 tegund sæsnigla við landið og 107 tegundir samlokna í sjó. Þetta sýnir okkur vel hversu gott safn Jóhannesar raunverulega er, en kemur okkur sem kynntumst honum ekkert á óvart. Það var því engin tilviljun að hinn víðkunni sænski skeldýrafræðingur Anders Warén (1991) nefndi nýja sniglategund úr Skeiðarárdjúpi, Chrysallida bjoernssoni, eftir Jóhannesi Björnssyni. Auk snigla og samlokna úr sjó eru í safni Jóhannesar 26 tegundir núlifandi landsnigla og sex tegundir vatnasnigla, ásamt 13 samlokutegundum úr íslenskum vötnum. Að lokum eru þrjár tegundir sætanna og sjö tegundir sænökkva, ásamt fimm hrúðurkarla- og fjórum armfætluteg- undum. Hluti af þessu safni er nú til sýnis í Safnahúsinu á Húsavík þar sent allt safnið er skráð og geymt (1. mynd). Jóhannes safnaði einnig dýra- og plöntuleifum úrTjörneslögunum þegarlítt viðraði til búskapar og ekki síður þegar hann dró úr bústörfum á efri árum. Varla er á nokkurn mann hallað þótt fullyrt sé að hann var búinn að ná saman stærra safni tegunda úr neðri hlula Tjörneslaga, frá Köldukvísl í suðri til Hallbjarnarstaðaár í norðri, en nokkur annar. Þetta safn hefur að geyma tegundir sem aldrei fyrr hafa fundist í lögunum og því mikilsverð viðbót við þá fánu sem þegar var þekkt. Alls voru þekktar um 35 tegundir sæ- lindýra í þessum hluta laganna, en í safni Jóhannesar eru til viðbótar milli 15 og 20 tegundir sem ekki hafa verið nefndar þaðan áður. Steingervingasafn sitt gaf hann einnig Safnahúsinu á Húsavík og greining á því fer nú fram en er ekki að fullu lokið. Stefnt er að því að gera það aðgengilegt til skoðunar og rannsókna um ókomin ár, en hluti af því er nú þegar til sýnis í Safnahúsinu. Jóhannes var ekki aðeins glöggur og fundvís safnari heldur var hann og prýði- lega ritfær og orðhagur og þá varla við því að búast að áhugasvið hans einskorð- aðist við skeldýrafræðina. Hann hafði ávallt mikinn áhuga á allri náttúrufræði, þjóðfræði og íslensku máli. Fáir þekktu betur örnefni á Tjörnesi en hann og um þau skrifaði hann grein í Náttúrufræð- inginn árið 1977. Kom þá í ljós að talsverður nafnaruglingur hafði átt sér stað og komist inn í ýmis fræðirit. Var mikill fengur að þessuin leiðréttingum Jóhannesar. Jóhannes Björnsson fæddist í Ytri- Tungu 31. desember 1907 og lést á Húsavík 7. ágúst 1998. Foreldrar hans voru Guðrún Snjólaug Jóhannesdóttir frá Fellsseli í Köldukinn og Björn Frímann Helgason frá Hóli á Tjörnesi. Jóhannes var sjötti í röð átta systkina. Hann kvæntist 18. september 1941 Jóhönnu Skúladóttur frá Hólsgerði í Köldukinn, en hún fæddist 1. janúar 1920 og lést 7. september 1997. Þau bjuggu allan sinn búskap í Ylri-Tungu og eignuðust átta börn. í minningargrein sinni um Jóhannes vitnaði frænka hans, Ása Ketilsdóttir l'rá Fjalli, í þau ummæli uin Jón Ögmundsson biskup að „hann liefði verið svo vel af guði gerður að úr lionum liefði mátt gera marga menn“ og heimfærði upp á Jóhannes. Honum verður varla betur lýst. 66
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.