Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2000, Side 71

Náttúrufræðingurinn - 2000, Side 71
ElSA - EISUBERG (IGNIMBRIT) JÓN JÓNSSON Minningu Einars H. Einarssonar, hins fjölfróða náttúrufræðings á Skammadalshóli í Mýrdal, er grein þessi tileinkuð. Með virðingu og þökk. Höfundur. Orðabók Menningarsjóðs 1983 er orðið eisa skilgreint sem eimyrja, glóandi aska, eldur. Þetta er í fullu samræmi við það sem ég svo oft sá í gamla hlóðareldhúsinu á bemskuheimili mínu. Fyrir kom að smátt varð um eldivið á þeim árum og varð þá örþrifaráðið að kynda með grámosa. Þegar loginn var slokknaður var eftir lag af glóandi ögnum sem þyrlaðist upp ef við var hreyft. Þetta var kallað eisa. Orðið er þekkt um allt land þótt lítið sjáist það á prenti nú á dögum. Það er rammíslenskt enda notar klettafjallaskáldið Stephan G. Stephansson það í málandi lýsingu á ferð með járnbrautarlest í kvæðabálkinuin „A ferð og flugi“ þar sem segir: „... og vélin spjó Jón Jónsson (f. 1910) lauk fil.lic.-prófi í jarðfræði frá Uppsalaháskóla árið 1958. Hann starfaði hjá Raforkumálaskrifstofunni og síðar Orkustofnun frá 1958 til 1980 er hann lét af störfuum fyrir aldurs sakir. Þar fékkst Jón einkum við leit að köldu og heitu vatni og síðast við gerð jarðfræði- korts af Reykjanesskaga. Á árunum 1969-1974 starfaði Jón á vegum Sameinuðu þjóðanna í Mið- Ameríku og fór fjölda ferða sem ráðgjafi á þeirra vegum, einkum til Afríkulanda. Eftir að hann lét af störfum hefur hann haldið áfram rannsóknum, m.a. við Eyjafjallajökul og í nágrenni við æsku- slóðirnar í Vestur-Skaftafellssýslu. Jón Jónsson er heiðursfélagi í Hinu íslenska náttúrufræðifélagi. eisu við andköfin djúp, sem iðaði í loftinu og brann“. Ekki veit ég hvort það hefur áður verið notað í jarðfræðilegu sambandi en ég gerði það í grein í Utivist 12. 1986 og aftur í sama riti nr. 15. 1989. Ég notaði það þá og svo nú með nokkrum fyrirvara sem þýðingu á ignimbrit, en það orð var upprunalega haft urn berg myndað við eldbræðslu af glerögnum í gos-öskuskýi (nuée ardente) en hefur síðar fengið víðtækari, en um leið óljósari merkingu. Ein slík þýðing er flikru- berg, sem nokkuð hefur verið notað hér á landi. Ekki finnst mér það koma vel heim við þá myndun sem hér er til umræðu. Svo sem málið nú horfir við kýs ég eisuna fremur. Reynslan mun sýna hvað lifir. ■ ELDRÚNIR FORNAR Eldgos hafa ísland byggt frá grunni og enn bæta þau við. Því er ekki að undra þótt hér megi finna meiri fjölbreytni í gosmyndunum en annars staðar á hnettinum. Ekki hefur mér tekist að finna hvenær það var sem Einar á Skammadalshóli fyrst veitti athygli þeirri sérkennilegu bergmyndun sem hér verður nokkuð fjallað um, en svo virðist sem það hafi í Sólheimanesinu verið og eitthvað fyrir 1970 því þá hafði hann aflað sér staðgóðrar þekkingar á svæðinu kring- um Sólheima og birti um það gagnmerka ritgerð (Einar H. Einarsson 1982). Honum var þegar í upphafi ljóst að þessi myndun, sem hann nefndi gjóskuberg, var til orðin I Náttúrufræðingurinn 70 (1), bls. 69-76, 2000. 69

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.