Náttúrufræðingurinn - 2000, Side 72
1. mynd. Eisuberg við Hofsárgljúfur. Efst t.v. jökulurð frá síðasta jökulskeiði. Þar nœst
hamrar úr gróft stuðluðu eisubergi. Ljósm. Jón Jónsson.
fyrir síðasta jökulskeið þar eð yngstu jökul-
myndanir eru ofan á því svo sem sjá má
kringum Sólheima og rekja má upp eftir fjalli
(1. mynd).
Sumarið 1974 dvaldi hópur breskra stúd-
enta um mánaðartíma við rannsóknir á
svæðinu vestan við Sólheimajökul. 1
austanverðri Skógaheiði fundu þeir sér-
kennilega bergmyndun sem þeir nefndu
„the ringing ash“, klingjandi öskuna,
sökum þess að í berginu syngur sér-
kennilega við hamarshögg. I ritgerð, sem
birtist í Jökli, lýsir einn bretanna (D.A.
Carswell 1983) þessari bergmyndun stutt-
lega og birtir efnagreiningu af henni.
Reyndisf það súr (líparítísk) myndun með
68,16% SiOr Ekki mun þeinr félögum hafa
verið kunnugt um rannsóknir Einars.
Niðurstaða Bretanna var sú að gos-
myndun þessi hefði orðið til í geysilegu
öskufalli frá sprengigosi í Eyjafjallajökli.
Einartaldi það vera frá Kötlu. Rannsóknir í
Skógaheiði síðar leiddu annað í ljós. 1
grein minni 1986 er bent á tvær mikilvægar
staðreyndir þessu til sönnunar (Jón
Jósson 1986):
1. Ekki er um loftborið efni að ræða heldur
eisuflóð (pyroclastic flow).
2. Upptök þess eru ekki í Eyjafjallajökli
heldur, eins og Einar taldi, á Kötlusvæðinu
eða í Kötlu sjálfri, í goskatli miklum eða
öskju sem nú er vitað að er undir Mýrdals-
jökli.
Stefnu og upptök eisuflóðsins má í
Skógaheiði nokkuð vel ráða af tvennu:
Jökulsorfnum steinum í botni flóðsins á
vesturbarmi Hofsárgljúfurs (2. mynd), en
feril þeirra má auðveldlega rekja til jökul-
bergs skammt frá. Hellulaga blágrýtisklípi
þar skammt frá sýnir straumstefnuna (3.
mynd). Það er fast í eisuberginu og virðist
hafa svifið í því og með. Geta má þess að
mýrajárnsútfellingar eru í sprungum í hellu-
klípinu.
Eins og Einar var fyrslur til að veita eisu-
berginu athygli svo var hann lfka fyrstur lil
að leggja fram rökstudda skoðun um afstæð-
an aldur þess. Hann segir: „... líklegast er
súra bergið það gamalt að tvö jökulskeið
hafi yfir það gengið.“ Þessa skoðun byggir
hann á því að hafa komið þar sem „... dálítil
svunta af hörðnuðum jökulruðningi er ofan
70