Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2000, Side 76

Náttúrufræðingurinn - 2000, Side 76
7. mynd. Straumlög í eisubergi með brot úr frauðhnyklum. Ljósm. Jón Jónsson. Kerlingardalsheiði, eru annars eðlis en þau sem hér er fjallað um og „uppkomustaður þess örugglega annar“. ■ EISA VARÐ BERG Enn eru við lýði þykk lög frá þessu gosi. Með hliðsjón af því sem í aldanna rás hlýtur að hafa yfir þau gengið má ætla að þau séu aðeins lítið brot af því sem í upphafi var. Það gefur tilefni til að ætla að hár hiti hafi lengi verið í eisunni ráðandi. Ekkert hefur enn fundist sem gefið gæti beina vísbendingu um hitann í þessu eisuflóði. Þær tölur sem liggja fyrir annars staðar frá, og eru mér handbærar, eru ýmist áætlaðar út frá eða reiknaðar út frá áhrifum á gróður eða mannvirki og greinir oft talsvert á. Þannig telur F. von Wolff (1929) hitann í eisuskýinu sem 1902 grandaði St. Pierre hafa verið ekki yfir 1100°C efst en 6 km neðar 230°C. Ritt- mann (1961) telur hitann í þeirri eisu hafa verið 800°C. í eisuflóðum sem hvað eftir annað hafa orðið í eldfjallinu Arenal á Costa Rica eftir að það tók að gjósa eftir langt hlé 1968, er talið að hitinn hafi ekki farið mikið yfir 300°C (Boletin de Volcanologia N 19 1988). Loks má geta þess að í gosinu mikla í St. Helens 1980, sem vafalaust er mest og best rannsakaða eldgos hingað til, eru gefnar tölur fyrir hita í mismunandi þáttum gossins: 70-100°C, 100-300°C, 300-730°C og 750-850°C. Má af þessu sjá að nákvæmar tölur eru ekki auðfengnar. í þversniði af eisubergsmola í Skógaheiði verður með berum augum ekki greint annað en örsmáar hvítar agnir í rauðum millimassa (gleri), nokkrir smáir léldspatkristallar ásamt fagurgrænum glerögnum en áður hefur þeiira orðið vart í eisubergi í Goðalandi (Jón Jónsson 1998) og íösku frá Eyjaíjallajökli 1821-1823. Við mikla stækkun kemur í ljós urmull af misstórum blöðrum sem eru fylltar nýmynd- uðum (sekúnderum) steindum (8. mynd). Svo mikið er um þetta að talning undir smásjá í einni þunnsneið gaf eftirfarandi: Gler 47,5%, feldspat 6,8% og nýmyndaðar steindir35,3%. Nokkrir reglulegir (idiomorf) feldspat- kristallar teljast næsta örugglega vera sani- dín. Tveir tiltölulega stórir feldspatdílar eru 74

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.