Náttúrufræðingurinn - 1997, Síða 5
Vágestir
í PLÖNTUSVIFINU
GUÐRÚN G. ÞÓRARINSDÓTTIR
OG ÞÓRUNN ÞÓRÐARDÓTTIR
Plöntusvifið í sjónum framleiðir þau
lífrœnu efiii sem dýr sjávar þuifa til að
geta vaxið og dafnað. Mikil fjölgun
svifltörunga í plöntusvifinu, svokallað-
ur blómi, er því í flestum tilfellum af
liinu góða. Nokkrar tegundir svif-
þörunga geta þó framleitt eitur og
getur blómi þeirra valdið miklu tjóni,
sérstaklega í staðbundnum dýrastofn-
um og í sjóeldi.
Eitranir af völdum svifþörunga í
sjó hafa verið þekkt fyrirbæri í
heiminum í um það bil 200 ár.
---------- Þeim tilfellum þar sem eitrana
hefur orðið vart hefur þó fjölgað mikið
síðastliðin 20 ár og eru þær nú algengar
um allan heim og víða árviss viðburður.
Eitranirnar lýsa sér annars vegar sem skel-
fiskseitrun þar sem menn og dýr veikjast
vegna neyslu á eitruðum skelfiski og hins
Guðrún G. Þórarinsdóttir (f. 1952) lauk B.S.-prófi í
líffræði frá Háskóla Islands 1981, cand. scient.-prófi í
sjávarvistfræði frá Háskólanum í Árósum í Danmörku
1987 og doktorsprófi (Ph-D) frá sama skóla 1993.
Guðrún starfar við skelfiskrannsóknir á Hafrannsókna-
stofnuninni.
Þórunn Þórðardóttir (f. 1925) lauk mag. scient.-prófi í
sjávarlíffræði frá Háskólanum í Osló árið 1956 og
hefur starfað við svifþörungarannsóknir á Hafrann-
sóknastofnuninni síðan.
vegar sem fiskdauði. Með auknu eldi í sjó
og veiðum á staðbundnum stofnum eins og
skelfiski verður slíkra eitrana vart í
auknum mæli sem krefst eftirlits á
umræddum hafsvæðum.
Svifþörungar tilheyra svifi sjávar og
kallast plöntusvif til aðgreiningar frá
dýrasvifi. Hver þörungur er aðeins ein
fruma sem fjölgar sér með skiptingu.
Nokkrar tegundir geta myndað dvalargró
sem varðveitast í seti á sjávarbotni. Svif-
þörungarnir eru örsmáir og sjást vart með
berum augum, þeir minnstu eru um 1/1000
úr mm en sá stærsti um 2 mm í þvermál.
Svifþörungarnir hafast við í yfirborðs-
lögum sjávar þar sem birtu nýtur og gegna
þar sama hlutverki og plöntur á landi, þ.e.
þeir nýta orku sólar til að framleiða lífræn
efni úr ólífrænum með ljóstillífun.
Svifþörungar eru mikilsverð fæða fyrir
dýrasvifið (smá krabbadýr og ýmsar lirfur)
sem étur svifþörungana og nýtir sér þá til
vaxtar og viðhalds og er síðan sjálft fæða
ýmissa annarra lífvera í sjónum. Dýra-
svifið flytur á þennan hátt lífrænu efnin
sem þörungarnir mynda til fiskanna, sem
yfirleitt geta ekki nýtt þau beint.
Svifþörungarnir eru jafnframt aðalfæða
samlokanna, sem sía þá úr sjónum með
tálknunum. Með tilliti til orku eru hinar
ýmsu svifþörungategundir misgóð fæða
fyrir skeljarnar.
Náttúrufræðingurinn 67 (2), bls. 67-76, 1997.
67