Náttúrufræðingurinn - 1997, Side 7
1. mynd c. Kalksvifþörungar, Haptophyceae. Teikning: Sigurður Gunnarsson.
■ ÁRSTÍÐABREYTINGAR Á
NORÐLÆGUM SLÓÐUM
í norðanverðu Atlantshafi eru árstíðaskipti í
sjónum og miklar breytingar í yfirborðs-
lögum sjávar, sem leiða af sér árstíðabreyt-
ingar á magni og samsetningu plöntu-
svifsins.
Eins og plöntur á landi þurfa svifþörung-
arnir birtu, koltvísýring og vatn auk fjölda
næringarefna til að geta vaxið. Að vetrinum
er sjórinn blandaður niður á mikið dýpi
vegna vinda og hitabreytinga. Nóg er af
nauðsynlegum næringarefnum en birta er
lítil og nær skammt niður í sjóinn. Vegna
uppblöndunar sjávar á þessum árstíma fá
þörungarnir ekki nægilegt tóm ofarlega í
sjónum, þar sem birtunnar nýtur, til að
ljóstillífa og verður því fjölgun þeirra
óveruleg eða engin.
A vorin, þegar sól hækkar á lofti og
sjórinn verður lagskiptur vegna upphitunar
eða blöndunar við ferskvatn sem berst frá
landi, ijölga svifþörungarnir sér mikið í efstu
lögum sjávar. Þá er talað um vorhámark eða
vorblóma svifþörunganna. A þessum árs-
tíma er aðallega um kísilþörunga að ræða,
þar sem þeir hafa oftast belur í samkeppni
við aðrar tegundir á meðan kísilforðinn
endist.
Þegar líða tekur á suntar hefur yfirborðs-
sjórinn hitnað til muna og lagskiptingin er
orðin skarpari. Næringarefnin í efstu Iögun-
um, einkum kísillinn, eru nú að mestu
uppurin og er því plöntusvifið jafnan
fátæklegt. Skoruþörungum gelur þó fjölgað
svo framarlega sem fósfór og köfnunarefni
eru fyrir hendi.
Þegar haustar á sér stað uppblöndun
sjávar á ný, vegna hitabreytinga og tíðra
vinda, og við það berast næringarefnin upp
í yfirborðssjóinn. Þá fjölgar svifþörungum
aftur og þeir mynda hausthámark, sem er þó
yfirleitt minna og varir skemur en vor-
hámarkið (Þórunn Þórðardóttir 1994).
■ BLÓMI „SKAÐLAUSU
TEGUNDANNA"
Sjórinn er síbreytilegur að lit og getur
mismikið magn svifþörunga átt þátt í
þessum litarbreytingum. Þegar fjöldi svif-
þörunga í sjónum er orðinn mikill er talað unt
þörungablóma, þá litast yfirborðssjórinn af
þeirra völdum, grænleitur, brúnn eða rauður,
og fer liturinn eftir því hvaða tegund
svifþörunga veldur blómanum. I flestum
tilfellum er svifþörungablómi af hinu góða
þar sem langflestar svifþörungategundir eru
69