Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1997, Side 12

Náttúrufræðingurinn - 1997, Side 12
Fjöldadauði síldar hefur verið rakinn til eiturefnis svifþörungsins Alexandrium tamarense og er talið að smá krabbadýr hafi nærst á svifþörungnum og síðan verið étin af síldinni (White 1977, 1980). Eitraðir svifþörungar geta einnig drepið fisklirfur. Dæmi eru frá Kanada og Noregi um að fisklirfur sem nærðust á A. tamarense hafi drepist og er talið að ekki þurfi nema eina þörungafrumu til að drepa hverja lirfu (Dahl 1993). Hér á eftir verður getið þeirra skaðlegu svifþörungategunda sem vitað er um að valdið hafa dauða eldisfisks á íslandi. Heterosigma akasiwo Blómi svifþörungsins Heterosigma akas- iwo (6. mynd) í Hvalfirði í lok maí 1987 olli dauða 9500 laxfiska í fiskeldisstöð á staðnum. Sjórinn litaðist rauðbrúnn af völd- um þörungsins og var fjöldinn á nálægu svæði 570.000 frumur/lítri af sjó. Umhverfis- skilyrði í Hvalfirði á þessum tíma voru greinilega hentug fyrir fjölgun þörungsins þar sem sjórinn var lagskiptur vegna upp- hitunar og bjart var í veðri (Guðrún G. Þórarinsdóttir 1987). H. akasiwo hafði ekki fundist hér við land áður (greint af Tangen í Noregi 1987) en þörunginn er að finna um allan heim. Hann hefur valdið dauða eldisfisks í Japan, 6. mynd. Heterosigma akasiwo, (Hada) Hada, (lengd 1 l-25iim, breidd 8-13/Jin). Kanada, írlandi, Skotlandi og Færeyjum og einnig hefur fundist töluvert af honum í sjónum við Danmörku (Bjergskov o.fl. 1990). Eituráhrif H. akasiwo eru þau að fiskurinn kafnar vegna mikillar slím- myndunar og skaða í tálknavef. Anabaena flos-aqua‘ Um miðjan júlí 1991 olli blómi blágræn- þörungsins Anabaena flos-aqua (greint af Tornbjörn Johansson í Noregi) dauða 3-4 tonna af silungi í eldi í Fljótum í Skaga- firði. Sjó var dælt af fjögurra metra dýpi þegar eitrunarinnar varð vart og var þá sjávarhiti óvenjuhár (12-14°C) og selta lítil. 7. mynd. Keðjur af Anabaena flos-aqua Brébisson ex Bornet et Flahault (lengd frumu 4-11 jjm). Mynd: GunnarS. Jónsson. A. flos-aqua (7. mynd) er algengur svifþörungur í ferskvatni en finnst einnig í sjó. Eitranir af völdum þessa þörungs hafa valdið dauða fiska, fugla og spendýra um allan heim (Bjerskov o.fl. 1990). Alexandrium tamarense = Goniaulax EXCAVATA í júlí 1991 kom upp þörungablómi í Eski- firði sem rekja mátti til blóma skoruþör- ungsins Alexandrium tamarense (greint af Tornbjöm Johansson í Noregi). Fiskur, alls 25 tonn, drapst í tveimur eldisstöðvum. Þetta gerðist á heitu og sólríku tímabili og mældist yfirborðshiti sjávar 15-16°C. Algengast er að A. tamarense (3. mynd) valdi PSP-eitrun í skelfiski en dæmi er um 1 morþörungur (Helgi Hallgrímsson) 74

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.