Náttúrufræðingurinn - 1997, Side 13
fiskdauða af völdum þörungsins frá
Færeyjum (Mortensen 1985) og víðar. Talið
er að eitrið sem þörungurinn skilar út í um-
hverfið geti drepið fiskinn (Ogata o.fl. 1987).
■ NIÐURLAG
Af framansögðu er augljóst að í sjónum
umhverfis ísland eru nokkrar svifþörunga-
tegundir sem vitað er að eru eitraðar, t.d.
Alexandrium- og Dinophysis-tegund'n, eða
geta verið eitraðar við sérstök umhverfis-
skilyrði eins og Pseudonitzschia-tegundir.
Þessar tegundir eru gamalgrónar í flóru
íslandsmiða og hafa fundist hér frá því að
plöntusvif var fyrst rannsakað um alda-
mótin (Paulsen 1904, 1909) og æ síðan. Fáar
sögur hafa farið af eitrunum af völdum
þessara tegunda hér. Skýringin er líklega sú
að nýting á skelfiski hefur hingað til verið
sáralítil en með vaxandi nýtingu, bæði þar
sem fólk fer meira til skeljatínslu og með
auknum veiðum og útflutningi, má eiga von
á vandamálum af völdum eitraðra
svifþörunga. Nú þegar hefur eitrana orðið
vart í skelfiski og lax og silungur hefur
drepist í sjóeldi.
Til að sporna við eitrunum af völdum
svifþörunga eru fyrirbyggjandi aðgerðir,
eins og vamir gegn aukningu næringarefna í
sjó frá landbúnaði og eftirlit með kjölvatni
skipa er koma erlendis frá, nauðsynlegar.
Einnig er mikilvægt að rannsaka fyrirfram
þau svæði þar sem fyrirhuguð er nýting á
skelfiski og/eða eldi sjávardýra. Það fyrsta
sem þarf að gera í slíkri rannsókn er að
athuga hvaða tegundir svifþörunga eru til
staðar og í hversu miklu magni. Athuga þarf
hvort heimildir séu um skaðlegar tegundir,
hvort straumar geti borið svifþörunga
annars staðar frá og hvort dvalagró eitraðra
svifþörunga sé að finna í sjávarseti.
Reynist umrætt svæði ákjósanlegt sem
eldis- eða veiðistaður þarf að hafa
reglubundið eftirlit með svæðinu hvað
varðar tegundir svifþörunga og magn
skaðlegra tegunda, séu þær til staðar. Þar
sem hægt er að koma því við, eins og þegar
um skelfisk er að ræða, þarf að mæla eiturefni
í honunt reglulega. Reynist magn eiturefna
yfir hættumörkum þarf að loka svæðinu fyrir
veiðum og/eða annarri nýtingu þar til
hættuástand er gengið um garð.
Þar sem ekki er hægt að sjá eða finna á
bragði hvort sjávarafurðir eru eitraðar af
völdum svifþörunga og matreiðsluaðferðir
hafa engin áhrif á eiturmagnið, verður með
áðurnefndum aðgerðum að fyrirbyggja að
eitraðar afurðir komi á borð neytenda.
■ ÞAKKIR
Höfundar þakka Karli Gunnarssyni fyrir
yfirlestur handrits og Agnesi Eydal og Birni
Gunnarssyni fyrir aðstoð við gerð mynda.
■ HEIMILDIR
Bates, S.S., Bird, C.J. & De Freitas, A.S.W.
1989. Pennate diatom Nitzschia pungens as
the primary source of domoic acid, a toxin in
shellfish from eastern Prince Edward Island.
Can. J. Fish. aquat. Sciences 46. 1203-1205.
Bates, S.S., De Freitas, A.S.W. & Milley, J.E.
1991. Controls on domoic acid production by
the diatom Nitzschia pungens f. multiseries in
culture: nutrients and irradiance. Can. J. Fish.
aquat. Sciences 48. 1136-1144.
Bjergskov, T., Larsen, J., Moestrup, 0.,
Sprensen, H. & Krogh, P. 1990. Toksiske og
potentielt toksiske alger i danske farvande.
Fiskeriministeriets industritilsyn, Kpben-
havn, Danmark.
Dahl, E. 1993. Skadelige alger langs kysten.
Norsk Fiskeoppdrett 3. 40^12.
Gilgan, M. W., Burns, B.G. & Landry, G.J.
1990. Distribution and magnitude of domoic
acid contamination of shellfish in Atlantic
Canada during 1988. í: Toxic Marine
Phytoplankton (ritstj. Granéli, E., Sund-
ström, B., Edler, L. & Anderson, D.M.)
Elsevier, New York. Bls. 469-474.
Guðrún G. Þórarinsdóttir 1987. Dyrkning af
blámuslinger (Mytilus edulis) i Hvitanes,
Hvalfjprdur, lsland. Cand. scient.-ritgerð við
Árhus Universitet, Danmark. 61 bls.
Hallegraeff, C.M. 1993. A review of harmful
algal blooms and their apparent global in-
crease. Phycologia 32 (2). 79-99.
Lembeye, G., Yasumoto, T., Zhao, J. &
75