Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 18

Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 18
svæðinu. Samstarfsaðilar verkefnisins reistu 15 stöðvar breiðbands-skjálftamæla víðs vegar um landið og nutu góðrar að- stoðar bænda við uppetningu þeirra í byggð (1. mynd). Mælarnir eru næmir fyrir jarð- skjálftum víðs vegar á jörðinni og söfnuðu stöðugt gögnum frá því þeir voru settir upp 1993-1995 og þangað til þeir voru teknir niður haustið 1996. Að auki settum við upp 14 mæla sumarið 1995 á línu sem náði þvert yfir landið - þar af sex á Vatnajökul. Þetta var gert til þess að fá sem nákvæmasta greiningu á innlendum skjálftum í nágrenni línunnar og til þess að safna upplýsingum um eldvirkni Vatnajökulssvæðisins (I. mynd). Fyrstu stig úrvinnslu eru hafin og gerð þrívíðra mynda af hraðabreytingum rúm- bylgna (P og S) í möttlinum undir Islandi er lokið (Wolfe o.fl. 1997). Upplýsingar um hraða, hraðabreytingar og deyfingu jarð- skjálftabylgna geta gefið vísbendingu um heit svæði og hugsanlega tilvist kviku í iðr- um jarðar, því að hiti og kvika hægja á og deyfa skjálftabylgjur. Fram kemur að möttul- strókurinn er stromplaga og er miðja hans undir miðhálendinu og vesturhluta Vatna- jökuls (2. mynd). Þvermál hans er u.þ.b. 150- 300 km á 100^100 km dýpi og nær hann lík- lega a.m.k. niður á 650 km dýpi. Myndirnar hafa takmarkaðan skýrleika (upplausn) ofan 100 km og neðan 400 km dýpis. Af þeirn má m.a. draga þá ályktun að möttullinn undir Islandi er heitastur undir miðhálendinu og vesturhluta Vatnajökuls en kaldastur undir Austurlandi. Stromplögun möttulstróksins er samfelldari í líkani Wolfe o.fl. (1997) (2. mynd) en hjá Kristjáni Tryggvasyni o.l'l. (1983). Þessi mismunur stafar líklega af meiri mælióvissu eldri gagna. Til að afmarka bræðslusvæðið í möttlinum er nauðsynlegt að ákvarða bylgjuhraða sem fall af dýpi. Greining rúmbylgna sem lýst var hér að ofan gefur upplýsingar um hraða- breytingar, sem einar sér duga ekki til þess að afmarka bræðslusvæðið með nokkurri vissu, auk þess sem upplausn fjarlægra rúmbylgna er takmörkuð ofan 100 km dýpis. Greining yfirborðsbylgna gefur hins vegar S-bylgjuhraða sem fall al' dýpi. Frumniður- stöður úr greiningu yfirborðsbylgna sýna töluverða hraðaminnkun (u.þ.b. 10%) í möttl- inum á u.þ.b. 50 km dýpi undir miðju lands- ins og eftir gosbeltinu norðan Vatnajökuls. Líklegt er að þar liggi efri mörk bræðslu- svæðis möttulsins þ.e. efri mörk hlutbráðins linhvels á þessu landsvæði (Ingi Þ. Bjarna- son 1997). Þessu svæði má líkja við ofn þar sem öll helstu jarðefni sem mynda landið Island verða til. Er við hæfi að kalla það „Eldhjarta íslands", eins og Einar Bene- diktsson skáld komst að orði í kvæði sínu „Heklusýn“. ■ ELDVIRKNI undir VATNAjÖKLI Vatnajökulssvæðið er eitt virkasta eldgosa- og jarðskjálftasvæði landsins. Líta má á það sem jarðfræðilega þungamiðju þess eða miðju heita reitsins. Efni margra stærstu eld- gosa síðan ísöld leið hefur komið úr kvikuhólfum megineldstöðva sem eru undir jöklinum og í nágrenni hans. Mikil skjálfta- virkni er á Vatnajökulssvæðinu (Páll Einars- son 1991 b), og oft og tíðum eru náin tengsl milli jarðskjálfta og eldvirkni eða kviku- umbrota á íslandi. Líklegt er að í framtíðinni verði hægt að fylgjast með aðdraganda eldgosa af meira öryggi en nú með frekari rannsóknum á skjálftavirkni ásamt öðrum þáttum. Ennþá vantar upp á þekkingu á ýmsum grundvallareiginleikum jarðskjálfta á Vatnajökulssvæðinu og tengslum þeirra við eldvirkni. Það stafar meðal annars af of mikilli fjarlægð fastra jarðskjálftamæla frá upptökum skjálftanna. Úr þessu var bætt tímabundið í þrjá mánuði sumarið 1995, þegar hópur ÍSBRÁÐAR-verkefnisins kom fyrir sex skjálftamælum á Vatnajökli (1. og 3. mynd). Slíku mælaneti hafði ekki áður verið komið fyrir á jöklinum sjálfum þar sem mælar skráðu stöðugt á stafrænu formi. Töluverð almenn skjálftavirkni mældist, en að auki kom fram óvanaleg virkni. Samhliða Skaftár- hlaupi dagana 24.-28. júlí 1995 mældust stöðugar skjálftabylgjur (skjálftaórói) með öll einkenni gosóróa. Við nánari greiningu á þessum skjálftabylgjum teljum við að líkleg- asta orsök þeirra sé eldgos með upptök 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.