Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 19

Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 19
3. mynd. Jarðskjálftamœlingar á Vatnajökli sumárið 1995. - Fieldwork on the Vatnajökull glacier in the summer of 1995. Ljósm./photo: Hrappur Magnússon. undir ísnum nálægt eystri Skaftárkatli (1. mynd) (Bergþóra S. Þorbjarnardóttir o.fl. 1997). Eldgosið stóð í u.þ.b. tvo daga og kom Skaftárhlaupi af stað, því stærsta síðan mælingar hófust í Skaftá 1955 (Snorri Zóphóníasson og Svanur Pálsson 1996). Svipaðar athuganir benda til þess að annað minna gos hafi komið í kjölfar Skaftárhlaups dagana 9.-15. ágúst 1996. Það stóð í u.þ.b. hálfan dag og átti upptök nálægt vestari Skaftárkatli. Eldgosið í Gjálp, dagana 30. september til 13. október, fór ekki fram hjá neinum (1. mynd). Ýmislegt bendir til að samhengi sé milli raða meðalstórra jarðskjálfta (stærð u.þ.b. 5) í Bárðarbungu síðustu 22 árin og eldgos- anna þriggja undir Vatnajökli á árunum 1995-1996. Við höfunr túlkað þessa atburða- rás sem afleiðingu aukins kvikustreymis úr möttlinum inn undir norðvesturhluta Vatna- jökuls sem veldur 'auknum þrýstingi í Bárðarbungu og hugsanlega fleiri eldfjöllum á þessu svæði í nærri aldarfjórðung (Ingi Þ. Bjarnason og Bergþóra S. Þorbjarnardóttir 1996). Gjálpargosið skilaði umtalsverðum gosefnum úr iðrum jarðar (u.þ.b. 0,5 ktn3) (Páll Einarsson o.fl. 1997) og má því gera ráð fyrir að nokkurt þrýstifall hafi orðið á svæðinu í kjölfar þess. Erfitt er að segja fyrir um framhaldið með nokkurri vissu, en komi fleiri meðalstórir Bárðarbunguskjálftar á næstu árum má telja líklegt að þeir séu fyrirboðar fleiri eldgosa í náinni framtíð í Bárðarbungu eða nágrenni. í jarðeðlisfræði eins og öðrum vísinda- greinum er stöðug vinna í grunnrannsókn- um nauðsynleg. Vegna eðlis vísindanna verður grunnurinn aldrei endanlega lagður. Skynsamleg hagnýting þekkingarinnar er því aðeins möguleg að haldgóð grunn- þekking liggi fyrir. Samhliða hagnýtingu þekkingar verður að halda áfram uppbygg- ingu grunnsins. Þetta reyna jarðvísinda- menn að hafa að leiðarljósi við vinnu að rannsóknum á heita reitnum. Þeir hafa í huga hvernig þekking á eðli hans getur komið þjóðinni til góða, t.d. við mat á eldfjallavá eða í nýtingu jarðhitans frá honum. 81

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.