Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1997, Side 30

Náttúrufræðingurinn - 1997, Side 30
landeigendur en í hópi riddara voru líka efni- legir landlausir ungir menn, margir kostaðir af bændum sem þannig keyptu sig undan herþjónustu. Eftir að álfan var kristnuð stofnaði kirkjan ýmsar reglur riddara sem meðal annars börðust í krossferðunum 1095-1270 (4. mynd). Þegar á leið urðu vopnin æ öflugri og brynvörn riddara og hesta þyngdist að sama skapi (5. mynd). Við það urðu þeir til muna stirðari. Jafnvel sterkasta brynja stóðst samt ekki ör af lásboga í návígi og eftir að skotvopn urðu almenn í hemaði misstu hinir brynjuðu riddarar yfirburði sína. lípp úr 1300 fækkaði þeim ört og þeir hurfu af sjónar- sviðinufyrir 1600. En tími hermanna á hestbaki var samt ekki liðinn. Við tóku liprar riddarasveitir búnar skotvopnum sem herjuðu í nánu samstarfi við fótgönguliðið. Fram á nítjándu öld var riddara- liðið ómissandi hluti af herafla flestra stríðsþjóða. Sagnfræðing- ar telja að það hafi síðast ráðið úrslitum í orrustunni við Water- loo 1815 (6. mynd). DÝHKEYPTUR SKOSKUR SPARNAÐUR Ponsonby, yfirmaður skoska riddarastórfylkisins „Scots Grays“,3 hugðist spara besta gæðing sinn við Waterloo og reið til orrustunnar á mun lakari dróg. Þegar riddarar Napóleons 7. mynd. Trúarbrögð Azteka kröfðust blóðfórna. Hér má sjá höfuð af Spánverjum og hestum þeirra. Teikning eftir Azteka (Leon-Portilla 1962). ■’Nafnið var dregið af því að riddararnir sátu allir gráa eða apalgráa hesta (sjá 6. mynd). 92

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.