Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 31

Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 31
stökktu Skotunum á flótta dróst fyrirliðinn aftur úr og Frakkarnir vógu hann með lensum. LANDVINNINGAR í VESTRI Yfirburðir hermanna á hest- baki nutu sín óvíða betur en í Vesturheimi. Þegar Kólumbus og menn hans komu þangað þekktu íbúarnir ekki hesta. Drjúgur hluti af þróunarsögu hestsins gerðist að vísu í Ameríku en hinir síðustu hurfu úr álfunni í ísaldarlokin. Þykir nú trúlegt að menn hafi átt þátt í að útrýma þeiin. Þegar Spánverjar fluttu hesta til Ameríku skelfdust indíánarnir riddarana, sem sumir þeirra 8. mynd. Riddari af kynkvísl svartfeta. Teikning eftir sviss- töldu í fyrstu furðuverur, sam- neskan listamann, Karl Bodmer, sem kannaði ameríska settar úrmanni og dýri. Aztek- vestrið í fylgd með þýskum prinsi, Maximilian af Wied, á arnir í Mexíkó voru vanir að árunum 1833 og 1834 (Denver Public Library, Western blóta föngnum fjendum og History Department). hengja upp höfuð þeirra líkt og þegar stoltir veiðimenn koma hausurn veiðidýra fyrir yfir arninum. Af riddurum settu þeir upp tvo hausa, af manni og hesti (7. mynd). Indíánar komust snemma yfir hesta hvítu mannanna. Einkum urðu norður-amerískir rauðskinnar leiknir knapar og voru stundum kallaðir „heimsins besta riddaralið" (8. mynd). Íbandarísku borgarastyrjöldinni 1861-65 herjaði riddaralið oft sjálfstætt og gerði verulegan usla langt inni á yfirráðasvæði óvinanna. Riddararnir héldu samt aldrei neinum landsvæðum og urðu alltaf að hverfa bak við eigin víglínu. SAGAN OLL Eftir því sem á nítjándu öldina leið urðu hríðskotarifflar, vélbyssur og fallbyssur skeinuhættari hestum og riddurum. Það tók hershöfðingjana samt langan tíma að átta sig á þessari staðreynd. í Krímstríðinu strá- felldu Rússar til dæmis enska riddarasveit („Light Brigade") með fallbyssum í orr- ustunni við Balaklava 1854, og Frakkar sölluðu prússneska riddara og hross þeirra niður með vélbyssum við Vionville 1870. í báðum heimsstyrjöldunum voru ríðandi hermenn enn sendir gegn stórskotaliði. í fyrra stríði fylgdu 1,7 milljón hestar herjum Þjóðverja á vígvöllinn. Ekki voru þetta samt allt fákar riddara. Margir drógu fallbyssur og annan herbúnað eða báru vistir. Síðari heimsstyrjöldin var líkast til síðasta stríðið sem riddarar börðust í. Meira að segja Wehrmacht, hinn hátæknivæddi herafli Þriðja ríkisins þýska, brúkaði 2,75 milljónir hrossa, að vísu fleiri til dráttar og burðar en til reiðar, og óvinir felldu að meðaltali 865 daglega (9. rnynd). Flestir munu þessir hestar hafa verið sendir á aust- urvígstöðvarnar þar sem vélknúin farartæki 93

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.