Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 33

Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 33
Askell Löve GRASAFRÆÐINGUR 1916-1994 Áskell frceðingur, fæddist 20. okt- óber 1916 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Carl Löve, skipstjóri og síðar vitavörður í Hornbjargs- vita, og Þóra Jónsdóttir kona hans. Áskell var elstur sjö barna þeirra, en átti að auki nokkur hálf- systkini samfeðra. Hann fluttist til Vestfjarða með foreldrum sínum árið 1920 og ólst þar upp, aðallega á ísafirði, og voru œskuárin þar honum ávallt ofarlega í huga. Á ísafirði stundaði hann nám í Gagnfrœðaskólanum og þar tók hann vorið 1932 sín „fyrstu spor í ríki jurtanna ", eins og hann orðaði það sjálfur, og naut við það leiðsagnar eins kennara síns, en þá um vorið hafði hann eignast Flóru íslands. Sumarið eftir dvaldi Áskell í Hornbjargsvita í Látravík ogfórþá töluvert um Hornstrandir og bœði at- hugaði plöntur og safitaði heilmiklu og þurrkaði, og fann þar margt merkra tegunda. Árið 1933 fluttist fjölskyldan aftur til Reykjavíkur og settist Askell í Menntaskólann þá um haustið og lauk þaðan stúdentsprófi vorið 1937. Hann var prýðilegur námsmaður og það kom fljót- lega í Ijós að hann var einnig ágœtlega rit- fœr og átti mjög auðvelt með að skrifa; til marks um það má nefna að á stúdentsprófi hlaut hann hin eftirsóttu Gullpennaverð- laun. Haustið 1937fór Áskell til Svíþjóðar og hóf nám í grasafræði við Háskólann í Lundi. Hann lauk kandí- datsprófi þaðan 1941 og doktorsprófi 1943 með erfðafrœði plantna sem sér- grein, aðeins 27 ára gamall. Doktorsritgerð hans fjallaði um undir- œttkvíslina Acetosella (hundasúrur) innan œtt- kvíslarinnar Rumex (súrur). Á háskólaá- runum í Lundi kvæntist Áskell eftirlifandi eiginkonu sinni, Doris Wahlén, en hún er einnig grasafrœðingur og lauk doktors- próji frá Lundi 1944. Þau hjónin voru mjög samrýmd og störfuðu alla tíð mikið saman að rannsóknum og ritstörfum. Þau eign- uðust tvœr dœtur. 1945 fluttist Áskell heim og var ráðinn séifrœðingur í jurtakynbótum við Búnað- ardeild Atvinnudeildar Háskólans í Reykjavík, en því statfi gegndi hann til 1951. Þá fluttist hann vestur um hafog var aðstoðarprófessor í grasafræði við Mani- tobaháskóla í Winnipeg í Kanada 1951- 1956; og 1956-1964 var hann prófessor í þróunatfrœðilegri flokkun plantna við há- skólann í Montreal í Kanada. Loks varð hann prófessor í grasafrœði við Colorado- háskóla í Boulder í Bandaríkjunum árið 1964 og gegndi því starfi til 1973. Þá fluttist hann til San José í Kaliforníu og hélt þar áfram rannsóknum og ritstörfum á 95

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.