Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 35
LOÐMUNDAR-
SKRIÐUR
Loðmundarskriður (eða Stakkahlíðar-
hraun) eru eitt þeirra náttúrufyrir-
brigða á landinu sem eru svo sérstœð
og einkennileg að þjóðsögur og sagnir
hafa spunnist um (1. mynd). Strax í
Landnámu er Loðmundarfjörður orð-
aður við skriðuföll:
Loðmundur hinn gamli ...var rammaukinn mjok
ok fjölkunnigr. Hann skaut fyrir borð öndvegis-
súlum sínum í hafi ok hvazk þar byggja skyldu,
sem þær ræki á land. En þeir fóstbræður tóku
Austfjörðu, ok nam Loðmundr Loðmundarfjörð
ok bjó þar þenna vetur. Þá frá hann til öndvegis-
súlna sinna fyrir sunnan land. Eptir þat bar hann
á skip öll föng sín, en er segl var dregit, lagðisk
hann niðr og bað öngvan mann vera svá djarfan,
at hann nefndi. En er hann hafði skamma hríð
legit, varð gnýr mikill; þá sá menn, at skriða mikil
hljóp á bæ þann, er Loðmundur hafði búit á“
(íslenzk fornrit I, bls. 302-304).
L~ jóst er á þessari frásögn að land-
námuritari eða heimildamenn hans
töldu að mikil skriða hefði fallið í
________I Loðmundarfirði á landnámstíð. í
þjóðsögum Sigfúsar Sigfússonar er tilbrigði
við Landnámusögnina þar sem hlaupið er
tengt Stakkahlíð og Stakkahlíðarhrauni.
Ámi Hjartarson (f. 1949) lauk B.S.-prófi í jarðfræði
frá Háskóla íslands 1973 og meistaraprófi í vatna-
jarðfræði við sama skóla 1994. Ámi hefuf starfað á
Orkustofnun frá 1976 og mest fengist við jarð-
fræðirannsóknir sem tengjast vatnsaflsvirkjunum.
Einnig hefur hann stundað kortlagningu og korta-
gerð.
■ RANNSÓKNARSAGA
Fyrsti náttúrufræðingurinn sem skoðaði
Loðmundarfjörð var Þorvaldur Thorodd-
sen. Hann fór um Loðmundarhraun (er hann
nefnir svo) þann 1. september 1894. Veður
var hráslagalegt, dálítil rigning og stundum
snjóaði í efstu eggjar. Niðurstaða Þorvaldar
var sú að hraunið gæti ekki verið skriða.
Hann segir: „ .... þó hinn mesti jarðskjálfti
hefði ritið sundur fjallið, hefðu slík ódæmi af
grjóti ekki getað hlaupið svo langa leið,
nema þyngdarlögmálið hefði raskazt“
(Ferðabók III, bls. 294). Hann setti síðan
fram tilgátu um uppruna bergsins. „Líklega
eru urðir þessar, að nokkru leyti að minnsta
kosti, líparíthraun“ (bls. 295). Þorvaldur
ræðir þetta nánar í íslandslýsingu sinni í
kaflanum um hrafntinnuhraun og segir þar
að gígskálin sé við fjallið Skúmhött og í Eld-
fjallasögunni heimfærir hann gosið til ársins
900. Þorvaldur virðist þó ekki hafa verið full-
viss í sinni sök því að á jarðfræðikortinu af
íslandi, sem hann gaf út 1901, sýnir hann
ekki líparíthraun í Loðmundarfirði.
Breskur jarðfræðingur, Leonard Hawkes
að nafni, kom í Loðmundarfjörð einhvern
tímaáárunum milli 1910og 1915ogskrifaði
síðan dálitla grein um Loðmundarskriður
sem hann nel'ndi „A remarkable rock stream
in East Iceland" (1917). Þar hafnaði hann
tilgátu Þorvaldar Thoroddsen og taldi að
hér gæti ekki verið um eldhraun að ræða, til
þess væri grjótið of sundurleitt. Hawkes
þóttist finna allar sömu tegundir í urðinni og
Náttúrufræðingurinn 67 (2), bls. 97-103, 1997.
97