Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1997, Síða 35

Náttúrufræðingurinn - 1997, Síða 35
LOÐMUNDAR- SKRIÐUR Loðmundarskriður (eða Stakkahlíðar- hraun) eru eitt þeirra náttúrufyrir- brigða á landinu sem eru svo sérstœð og einkennileg að þjóðsögur og sagnir hafa spunnist um (1. mynd). Strax í Landnámu er Loðmundarfjörður orð- aður við skriðuföll: Loðmundur hinn gamli ...var rammaukinn mjok ok fjölkunnigr. Hann skaut fyrir borð öndvegis- súlum sínum í hafi ok hvazk þar byggja skyldu, sem þær ræki á land. En þeir fóstbræður tóku Austfjörðu, ok nam Loðmundr Loðmundarfjörð ok bjó þar þenna vetur. Þá frá hann til öndvegis- súlna sinna fyrir sunnan land. Eptir þat bar hann á skip öll föng sín, en er segl var dregit, lagðisk hann niðr og bað öngvan mann vera svá djarfan, at hann nefndi. En er hann hafði skamma hríð legit, varð gnýr mikill; þá sá menn, at skriða mikil hljóp á bæ þann, er Loðmundur hafði búit á“ (íslenzk fornrit I, bls. 302-304). L~ jóst er á þessari frásögn að land- námuritari eða heimildamenn hans töldu að mikil skriða hefði fallið í ________I Loðmundarfirði á landnámstíð. í þjóðsögum Sigfúsar Sigfússonar er tilbrigði við Landnámusögnina þar sem hlaupið er tengt Stakkahlíð og Stakkahlíðarhrauni. Ámi Hjartarson (f. 1949) lauk B.S.-prófi í jarðfræði frá Háskóla íslands 1973 og meistaraprófi í vatna- jarðfræði við sama skóla 1994. Ámi hefuf starfað á Orkustofnun frá 1976 og mest fengist við jarð- fræðirannsóknir sem tengjast vatnsaflsvirkjunum. Einnig hefur hann stundað kortlagningu og korta- gerð. ■ RANNSÓKNARSAGA Fyrsti náttúrufræðingurinn sem skoðaði Loðmundarfjörð var Þorvaldur Thorodd- sen. Hann fór um Loðmundarhraun (er hann nefnir svo) þann 1. september 1894. Veður var hráslagalegt, dálítil rigning og stundum snjóaði í efstu eggjar. Niðurstaða Þorvaldar var sú að hraunið gæti ekki verið skriða. Hann segir: „ .... þó hinn mesti jarðskjálfti hefði ritið sundur fjallið, hefðu slík ódæmi af grjóti ekki getað hlaupið svo langa leið, nema þyngdarlögmálið hefði raskazt“ (Ferðabók III, bls. 294). Hann setti síðan fram tilgátu um uppruna bergsins. „Líklega eru urðir þessar, að nokkru leyti að minnsta kosti, líparíthraun“ (bls. 295). Þorvaldur ræðir þetta nánar í íslandslýsingu sinni í kaflanum um hrafntinnuhraun og segir þar að gígskálin sé við fjallið Skúmhött og í Eld- fjallasögunni heimfærir hann gosið til ársins 900. Þorvaldur virðist þó ekki hafa verið full- viss í sinni sök því að á jarðfræðikortinu af íslandi, sem hann gaf út 1901, sýnir hann ekki líparíthraun í Loðmundarfirði. Breskur jarðfræðingur, Leonard Hawkes að nafni, kom í Loðmundarfjörð einhvern tímaáárunum milli 1910og 1915ogskrifaði síðan dálitla grein um Loðmundarskriður sem hann nel'ndi „A remarkable rock stream in East Iceland" (1917). Þar hafnaði hann tilgátu Þorvaldar Thoroddsen og taldi að hér gæti ekki verið um eldhraun að ræða, til þess væri grjótið of sundurleitt. Hawkes þóttist finna allar sömu tegundir í urðinni og Náttúrufræðingurinn 67 (2), bls. 97-103, 1997. 97
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.