Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 39

Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 39
3. mynd. Yfirlitsteikning Helmuts Nowak af perlusteins- svœðinu í Loðmundarskriðum. - Sketch map of perlite in Loðmundarskriður. sléttar og grónar grundir sem nefnast Fitjar. Stöðuvatnið sem myndaðist inn af fjarðar- botninum er einnig að inestu þornað og horfið í framburð Fjarðarár. Leifar þess sjást þó enn þar sem er Fiskitjörn innan og neðan við Stakkahlíð. ■ STÆRÐARTÖLUR Fllauplengd Loðmundarskriðna er 5,6 km frá efstu brún brotskálarinnar í Flataijalli og að Sævarenda. Hlauplengdin að Seljamýri er 5,0 km. Fallhæðin er úr 700 m og að sjávarmáli. Flatarmál hlaupsins mælist á kortinu vera 8,0 km2. Þá er ekki talinn með sá hluti sem virðist horfinn í óseyrar Fjarðarár. Rúmmál hlaupsins er erfitt að ákvarða. Olafur Jónsson áætlaði meðalþykkt þess 10-12 m og virðist það varlega metið. Við perlusteinsrannsóknir 1958 og 1969 voru teknar gryfjur og lausri urð ýtt ofan af berginu á Fitjahrygg. Þar var víðast einungis 1-2 m niður á fast berg en þar sem þetta er berghryggur við jaðar urðarinnar segja töl- urnar lítið um meðalþykkt hennar. Rúmmál urðarinnar, ef miðað er við 10 m meðalþykkt, er 80 milljón rúmmetrar. Að þykktinni undan- skilinni eru allar stærðartölur hér lítið eitt hærri en hjá Ólafi Jónssyni þótt hvergi skakki miklu. Loðmundarskriður eru í hópi stærstu berghlaupa landsins sbr. 1. töflu. Hugsanlegt er þó að um tvö samliggjandi hlaup sé að ræða. Óljós tvískipting er í því og er hún sýnd með brotinni línu á kortinu (2. mynd). Austasti hluti urðarinnar stingur í stúf við aðal- urðina, virðist þykkari og hafa aðra yfirborðsáferð. Þetta gæti þó skýrst með því að ysti hluti hlaupsins hafi ekki náð sama hlauphraða og aðalmassinn. Brotsárið í klettunum er líka ögn betur gróið, eins og það sé eldra. Að öllu samanlögðu er útlitsmunur þessara urðarhluta þó ekki nægur til að réttlætanlegt sé að telja berghlaupin tvö. ■ HLAUPHORN Nú kann einhver að spyrja hvernig urðin hal'i komist svona langa leið frá upptökum sínum. Þorvaldi Thoroddsen fannst með ólíkindum að slíkt gæti gerst nema þyngdar- lögmálið hefði raskast. Leonard Hawkes var á svipaðri skoðun. Þeir töldu upptök urðar- straumsins að vísu í Skúmhattardal en það lengirhlaupið um 1 km. Hlauphorn er hallahornið frá fremstu totum hlaupurðar í efstu brún á brotskál (4. mynd). Hlauphorn Loðmundarskriðna er 7,0°. Ekkert þekkt íslenskt berghlaup hefur 101

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.