Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 41

Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 41
Eins og að framan greindi lét Konrad Richter gera aldursgreiningu á mósýni undan hlaup- inu. Ekki hefur tekist að hafa uppi á þessari greiningu og hann nefnir hana ekki í skrifum sínum um Loðmundarfjörð 1958 og 1960enda er hann þar að fjalla um perlustein. Ólafur Jónsson vitnar óbeint til þessarar greiningar í Berghlaupum (bls. 158). Heimildarmaðurhans var dr. Þorleifur Einarsson. Þorleifur kom í Loð- mundarfjörð vegna perlusteinsins um 1970. Hann skoðaði hlaupið og tók öskulagasnið ofan á því. Elsta öskulag sem hann fann var úr Öræfajökli frá 1362. Richter tjáði honum að aldurinn á mælda sýninu hefði reynst um 1600 ár. Það var tekið í farvegi Fjarðarár hjá Sævar- enda. Nánari upplýsingar skortir en þessi aldur er ekki ótrúlegur þegar útlit hlaupurðar og brotsárs er haft í huga. ■ niðurstöður Loðmundarskriður eru 1000-2000 ára gamalt berghlaup. Hvað flatarmál og rúmmál varðar er það í hópi stærstu berghlaupa á Islandi. Það óvenjulegasta við hlaupið er hve hlauphornið er lágt og hve langa vegalengd það fór. Þótt frásögn Landnámu um hlaupið hafi yfir sér ólíkindablæ sýnir hún að á fyrstu öldum byggðar var uppruni skriðn- anna auðsær og að menn velktust ekkert í vafa um hina náttúrufræðilegu skýringu á tilurð þeirra. Skriðurnar hafa lítið verið rannsakaðar og verðskulda nánari skoðun. ■ HEIMILDIR Ágúst Guðmundsson 1997. Vatnsdalshólar. Náttúrufræðingurinn 67. 53-62. Ámi Hjartarson 1995. Jarðrask í Nesfjalli við Norðfjörð. Bls. 49-52. /: Eyjan f eldhafi. Ritstj. Bjöm Hróarsson, Dagur Jónsson og Sigurður Sveinn Jónsson. Gott mál, Reykjavík. Árni Hjartarson, Freysteinn Sigurðsson & Þórólfur H. Hafstað 1981. Vatnabúskapur Austurlands. OS-81006/VOD-04. Orkustofnun, Reykjavík. Hawkes, Leonard 1917. A remarkable rock stream in East Iceland. Geological Magazine, N.S., Dec- ade VI, Vol. IV. 97-102. Ólafur Jónsson 1957. Skriðuföll og snjóflóð I. Bókaútgáfan Norðri, Akureyri. 586 bls. Ólafur Jónsson 1976. Berghlaup. Ræktunar- samband Norðurlands, Akureyri. 623 bls. Richter, Konrad 1958. Bericht iiber die Unter- suchung islándischer Lagerstatten und deren Nutzungsmöglichkeiten aufgrund einer Be- reisung 1958. (Útgáfustaðar ekki getið.) Richter, Konrad 1960. Úber Perlite mit besonderer Berúcksichtigung islandischer Vorkommen. Zeitschrift der Deutschen Geologischen Gesellschaft. Band 112. 197-207. Skúli Víkingsson og Sigbjöm Guðjónsson 1984. Blönduvirkjun. Farvegur Blöndu neðan Eiðs- staða I. Landmótun og árset. OS-84046/VOD- 06. Orkustofnun, Reykjavík. Tómas Tryggvason 1955. Loðmundarskriður. Náttúmfræðingurinn 25. 187-193. Tómas Tryggvason 1957. Perlusteinn. Tímarit Verkfræðingafélags íslands 42.65-70. Tómas Tryggvason 1957. Þættir úr jarðfræði Aust- fjarða. ÁrbókFÍ 1957. 102-111. Þorvaldur Thoroddsen 1925. Die Geschichte der islandischen Vulkane. Det Kongelige Danske Videnskabemes Selskabs Skrifter, Kpbenhavn 458 bls. Þorvaldur Thoroddsen 1933. Lýsing íslands, annað bindi. Reykjavík. Þorvaldur Thoroddsen. Ferðabók III. Snæbjöm Jónsson & Co. Reykjavík 1959. 367 bls. ■ SUMMARY The Loðmundarskriður Kock Slide East Iceland. The Loðmundarskriður Rock Slide in the fjord Loðmundarfjörður, East Iceland, is among the greatest rock slides in Iceland. Its area and some other sizes are given in table 1. Its slide angle, 7°, is remarkable because it is the lowest known in the country. The slide is made of a mixture of basaltic, andesitic and rhyolitic rocks. The scree has two main lobes. One of them has gone 5.6 km to the south-southwest from the scar, swept across the valley and 10-20 m uphill at the other side. The other lobe turned towards east because of the landscape and reached 5 km length. The estimated age of the landslide has been set at 1000-2000 years. PÓSTFANG HÖFUNDAR/AuTHORSAddRESS Árni Hjartarson Orkustofnun /National Energy Authority Grensásvegi 9 IS-108 Reykjavík 103
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.