Náttúrufræðingurinn - 1997, Síða 43
Bleikja á
AUÐKt
HEIÐI
GUÐNI GUÐBERGSSON
OG ÞÓRÓLFUR ANTONSSON
Þegar vötn eru notuð sem miðlunarlón verða breytingar á vatnsborði þeirra sem
eru frábrugðnar því sem gerist við náttúrulegar aðstæður. Miðlunarlón eru, eins
og nafhið bendir til, notuð sem vatnsbanki sem safnað er í þegar rennsli er mikið
og miðlað úr þegar rennsli minnkar. Á norðlœgum slóðum er yfirleitt safnað í slík
lón frá því leysingar byrja að vori og fram undir haust þegar hæstu vatnsstöðu er
náð, og síðan miðlað úr þeim yfir vetrannánuðina þegar rennsli er minna. Með
þessu móti er hægt að jafna vatnsrennsli og nýta meðaltalsvatnsorkuna. Orku-
notkun er jafnan mest yfir vetrarmánuðina og eru miðlunarlón því einskonar
orkugeymsla milli árstíða.
atnsborðsbreytingar leiða yfir-
leitt til aukinnar útskolunar jarð-
vegsefna úr bökkum frá hæsta til
__________lægsta vatnsborðs. Hvernig og
hve mikil útskolunin verður er m.a. háð
lögun vatnsskálarinnar, jarðlagagerð, botn-
gerð, öldugangi og miðlunarhæð. Það sem
skolast fyrst burtu eru fínustu agnirnar og er
rofið því verulega háð því úr hverju bakk-
arnir eru gerðir. Annað hvort skolast rof-
Guðni Guðbergsson (f. 1958) lauk B.Sc.-prófi í líf-
fræði frá Háskóla íslands 1983 og cand.scient-
prófi í fiskifræði frá Háskólanum í Ósló 1985.
Hann hefur starfað sem sérfræðingur hjá Veiði-
málastofnun frá árinu 1985 og unnið að rannsókn-
um á fiskstofnum í ám og vötnum víðsvegar um
landið.
Þórólfur Antonsson (f. 1957) lauk B.Sc.-prófi frá
Háskóla íslands 1981, B.Sc.-honour frá H.í. 1983
og vinnur nú að M.S.-ritgerð frá sama skóla. Hann
starfaði sem verkefnisstjóri á Veiðimálastofnun
1982-1984, var framkvæmdastjóri hjá fiskeldis-
fyrirtæki á árunum 1984-1988 og hefur sfðan
unnið við rannsóknir á fiskistofnum f ferskvatni
hjá Veiðimálastofnun.
efnin út úr miðlunarlóninu eða að þau botn-
falla á dýpri hlutum þess.
Á árunum upp úr 1920 fóru menn að gera
sér grein fyrir að botndýra- og fiskstofnar
geta tekið miklum breytingum við miðlun.
Áhrif miðlunar eru því ekki ný vísindi þó
þekking á afleiðingunum aukist stöðugt
(Aass og Borgstrpm 1987).
Vegna rofs og þurrkunar á strandsvæðum
yfir lengri tímabil minnkar gróður í vötn-
unum einkurn þar sem miðlun nær til. Hve
gróðurbelti ná djúpt er háð gegnsæi vatns-
ins. Við mikið rof, að ekki sé talað um jökul-
aur, minnkar gegnsæi vatnsins verulega,
einnig framleiðsla hágróðurs og þar með
næring og skjól fyrir smádýr.
Rof á strandsvæðum leiðir til aukinnar út-
skolunar næringarefna sem leiðir til aukinnar
framleiðslu svifþörunga meðan rofs gætir.
Fjölgun svifþörunga er þó háð því að
aukning næringarefna vegi þyngra en nei-
kvæð áhrif minna gegnsæis.
Samfara fjölgun svifþörunga getur orðið
mikil aukning á framleiðslu dýrasvifs, auk
Náttúrufræðinguiinn 67 (2), bls. 105-124, 1997.
105