Náttúrufræðingurinn - 1997, Side 45
BLÖNDUVIRKJUN
LANGSNIÐ í VATNSVEGI
STÖÐVARHÚS
YFIRLITSMYND
0 2,5 5 km
1. mynd. Yfirlitsmynd og þversnið af veituleið og virkjunarlónum Blönduvirkjunar. - The
study area in NV-Iceland and Blanda hydroelectric facilities.
gert ráð fyrir að vatnsborð verði hækkað og
lónið stækkað í 56 km2. Við það mun
miðlunarhæð aukast í tæpa 13 m. Vatni úr
Blöndulóni er veitt um lokur við Kolkustíflu,
um skurði til Þrístiklu, Smalatjarnar og Aust-
ara-Friðmundarvatns en þaðan um Fiskilæk
til Gilsvatns og um Gilsá til inntakslóns virkj-
unarinnar. Frárennslisgöng frá stöðvarhúsi
virkjunarinnar opnast í Blöndufarveg rétt
ofan ármóta Blöndu og Gilsár. Yfirfall á
Blöndulóni er á stíflu við Reftjarnarbungu,
um farveg Blöndu í Blöndugili og yfirfall frá
inntakslóni er á Gilsárstíflu um farveg Gilsár.
Rennsli um Kolkustíflu inn á veituleiðina
getur verið mjög mismikið eftir orku-
framleiðslu virkjunarinnar. Endurnýjunar-
tími vatna á veituleið er því misjafn og fer
bæði eftir rennsli og stærð vatna. Ef miðað er
við að rennslið sé um 39 mVsek, sem er
meðalrennsli Blöndu, er endurnýjunar-
tíminn um 6 sólarhringar í Þrístiklu og 0,6
sólarhringar í Austara-Friðmundarvatni.
Ekki eru til beinar mælingar á breytingum á
botngerð vatna á veituleiðinni, en þó er ljóst
að mest af því fína efni sem var á botni
grunnu vatnanna, Austara-Friðmundar-
vatns og Gilsvatns, hefur skolast út úr þeim
og eftir stendur mun harðari botn. Líklegt er
að efni úr rofi bakka og jökulaur úr framburði
Blöndu setjist til þar sem dýpi er meira, eins
og í Þrístiklu og inntakslóninu.
Jökullitur og gegnsæi vatns í Blöndulóni
breytist eftir árstímum og getur veðurfar
einnig haft áhrif þar á yfir sumarmánuðina.
Verulegt magn jökulaurs fellur út á leið um
lónið, sem kemur fram í mismunandi rýni
(gegnsæi) eftir fjarlægð frá innrennsli. Ekki
eru til mælingar á dreifingu svifaurs um
veitur Blönduvirkjunar en til marks um mun
á svifaur innan Blöndulóns mældist um 12
cm rýni austan Sandárhöfða 4. ágúst 1994
en sama dag var rýnið um 60 cm innst í
Sandárflóa (Guðni Guðbergsson o.fl. 1995).
Samkvæmt mælingum 22. ágúst 1995 var
rýni í vötnum á veituleiðinni svipað því sem
mældist í Sandárflóanum, sem var um 20 cm.
Vegna lokubúnaðar og stíflna er halda
uppi vatnsborði í vötnunum á veituleiðinni
getur fiskur synt eða hrakist niður eftir
veituleiðinni en á ekki gengt upp aftur.
Fyrirfram var ljóst að virkjun Blöndu hefði
mikil áhrif á lífríki vatnasvæðisins en ekki var
107