Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 48

Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 48
35 t: B 60 :0 C < 30 25 20 15 10 5 0 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 Ar - Year ■ Austara-Friðmundarvatn ■ Mjóavatn ■ Vestara-Friðmundarvatn 3. mynd. Meðalfjöldi veiddra bleikja í lögn í A-Friðmundarvatni, Mjóavatni og V-Frið- mundarvatni á árunum 1988-1995 . - Average catch per unit effort ofArctic charr in Lake A-Friðmundarvatn, Lake Mjóavatn and Lake V-Friðmundarvatn 1988-1995. Þórólfur Antonsson 1994, Guðni Guðbergs- son, Sigurður Guðjónsson og Þórólfur Antonsson 1995). Fyrstu árin eftir myndun Blöndulóns hafa skilyrði þar fyrir bleikju verið góð og komið hefur upp fiskstofn ílón- inu á skömmum tíma. Áhrifa Blöndulóns gælir á mörgum sviðum niður eftir veituleiðinni með vatnsskiptum og reki á næringarefnum, þörungum og svifdýrum auk fiska sem komast niður veituleiðina en ekki upp hana. Hér verður litið í heild til þessa 8 ára tímabils sem rannsóknirnar hafa staðið og einkum til þeirra breytinga sem orðið hafa á fiskstofnunum í Þrístiklu og Austara- Friðmundarvatni á veituleið borið saman við Mjóavatn og Vestara-Friðmundarvatn sem eru utan veituleiðar. Þó rannsóknirnar væru í upphafi hugsaðar til lengri tíma var þeim skorinn fjárhags- stakkur frá ári til árs. Því náðist ekki alltaf sú samfella í sýnatöku sem ætlað var í byrjun. AÐFERÐIR SÝNATAKA Við veiðar á silungi til sýnatöku voru notuð lagnet með mismunandi möskvastærðum, frá 16,5 til 52 mm, mælt milli hnúta. Lögð voru 8 til 10 net í netaröð og gengið út frá að samsetning netaraðar hefði sem jafnast veiðiálag á allar fiskstærðir (Jensen 1984). Jensen (1984) miðar við jafnt veiðiálag á bleikju yfir 20 cm lengd en hér var bætt við netum með möskvastærðunum 16,5 og 18,5 mm og miðað við að slík netaröð hafi nokkurn veginn svipað veiðiálag á fisk- stærðir yfir 17-18 cm. Fjöldi netaraða í hvert sinn gat verið breytilegur. Afli einnar neta- raðar var sú grunneining sem notuð var við mat á afla á sóknareiningu. Netin voru látin liggja eina nótt og eitt net sem liggur eina nótt er kallað ein lögn. Lengd fiska var mæld frá trjónu í sporðsýlingu með 0,1 cm ná- kvæmni (Lagler 1978). Þyngd var mæld með 2,2 g nákvæmni að 126 g en með 5 g nákvæmni á bilinu 126-2000 g. Kvarnir voru teknar til aldursgreiningar en vegna mis- munandi vaxtarhraða fiska sumar og vetur myndast í þeim árhringir líkt og í trjám og er vöxtur þeirra í réttu hlutfalli við vöxt fiska (Nordeng 1961). Við ákvörðun á kynþroska var stuðst við greiningarkerfi Dahls (1917), lítillega endurbætt. Kynþroska er skipt í kynþroskastig 1-7 eftir lengd og þroska kynkirtla í búkholi fiska. Þroskastig 1 og 2 eru ókynþroska fiskar en fiskar á kynþroska- stigi 3-5 ætla að hrygna á komandi hrygn- 110

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.