Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1997, Síða 49

Náttúrufræðingurinn - 1997, Síða 49
ingartímabili. Kynþroskastig 6 eru fiskar með rennandi hrogn og svil. Kynþroskastig 7 eru fiskar sem hafa hrygnt og kynþroski 7/ 2-7/6 er endurtekning á fyrra mati nema að merki eru um að fiskurinn hafi hrygnt áður. Endurbætur á kynþroskagreiningu Dahls felast í því að fiskur er ekki metinn á kynþroskastigi 3, þó að lengd kynkirtla sé komin yfir helming búkhols, ef annar þroski þeirra er það lítill að engar líkur væru til þess að viðkomandi einstaklingur gæti náð kynþroska að hausti. Magafylling var metin með sjónmati og skipt í stig frá 0 fyrir tóman maga í 5 fyrir úttroðinn maga. Fæða var greind til fæðuflokka og í flestum tilfellum til tegunda og var hundraðshluti fæðugerða metin með sjónmati. ÚRVINNSLA GAGNA Hlutfallslegt rúmmál hverrar fæðugerðar var metið sem: summa (rúmmálshlutdeildar fæðugerðar x magafylling) / summu magafyllinga (Ingi Rúnar Jónsson og Guðni Guðbergsson 1995). Lengd við 50% kynþroska var metin, en það er sú lengd sem helmingur fiska hefur náð kynþroska við. Sambandi lengdar og þyngdar hjá fiskum er lýst með jöfnunni: Þ = aLh (l.jafna) Með því að umbreyta jöfnunni lógaritmískt fæst línulegt samband lengdar og þyngdar: log Þ = log a + b log L. (2. jafna) Þ er þyngd (g), L er lengd (cm), a er skurð- punktur við y-ás og b er hallatala línunnar (LeCren 1951). í fiskstofnum þar sem b=3 er vöxturinn „isometrískur“ og hlutföll líkamshluta óháð lengd fisksins. Ef b^3 er vöxturinn „allómetrískur" og hlutföll líkamshluta breytast með vaxandi lengd fiskanna. Hlutfallið milli lengdar og þyngdar lýsir holdafari fisksins. Fyrir laxfiska er Fultons- holdastuðull (K) mikið notaður (Bagenal og Tesch 1978): K = 100Þ xV (3. jafna) Fiskur er feitari eftir því sem holdastuðull hækkar en að sama skapi horaðri eftir því sem holdastuðull lækkar. Ef b^3 breytist K með lengd fiska. Þá er hægt að reikna út Kh|m = hlutfallslegur holdastuðull þar sem settar eru saman jöfnur (1) og (3) sem gefur: Khlui =100 aL,h-3) (4. jafna) Með þessari aðferð er tekið tillit til breytingar á sambandi lengdar og þyngdar við mismunandi stærð fiska og auðveldar einnig myndrænan samanburð á holdafari milli tímabila og hópa (Jensen 1977, Fjeld 1985). Reiknað er með að breytingar á lengd bleikju með aukinni þyngd, innan stofns, séu þær sömu milli ára. Því er hallatala lengdar-þyngdarsambandsins notuð beint sem mat á breytingu holdafars stofns, eða hluta hans milli ára, þó á því verði að hafa ákveðna fyrirvara en atburðir eins og kyn- þroski geta haft áhrif á lengdar-þyngdar- samband, en ekki var greint þar á milli við þessa útreikninga. NIÐURSTÖÐUR AFLIÁ SÓKNAREININGU Þegar rannsóknir þessar hófust 1988 var afli í lögn (fjöldi fiska í net eftir nótt) frá 14,9 til 32,6 (2. tafla) í grynnri vötnunum fjórum, Mjóavatni, A-Friðmundarvatni, V-Frið- mundarvatni en 3,9 í Þrístiklu sem er dýpra vatn. Meðalþyngd einstaklinga var mikil svo og afli í lögn í kílógrömmum talið. Á árunum 1988-1990 verður veruleg minnkun í afla á sóknareiningu. Kemur það fyrst fram í A-Friðmundarvatni en ári síðar í V-Frið- mundarvatni og Mjóavatni. Minnstur varð aflinn 1991-1992 en fór síðan vaxandi (3. mynd). Árið 1988 var meira um vænni bleikju en varð næstu ár á eftir (4. mynd A og B). Tölu- verður hluti aflans var þá yfir 30 cm að stærð en hlutfall þess fisks fór minnkandi næstu ár á eftir. MEÐALLENGD ALDURSHÓPA OG HOLDAFAR í öllum vötnunum fjórum var meðallengd í einstökum aldurshópum mjög svipuð 1988. Þó var bleikja á aldrinum 6-8 ára í A- Friðmundarvatni lítillega stærri en í hinum 111
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.