Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 55
vötnunum A-Friðmundar-
vatni og Þrístiklu árið 1995.
Einnig eykst sú stærð
verulega í röskuðu vötnunum
þar sem 50% fiska í sýnum eru
orðnir kynþroska. Ef tekin eru
saman sýni úr A-Friðmund-
arvatni fyrir virkjun, þá var
lengd við 50% kynþroska 27
cm en eftir virkjun 34-37 cm. I
Mjóavatni var þessi stærð 26-
28 cm bæði fyrir og eftir
virkjun(ll.mynd).
Eins og fyrr er rakið breytist
samsetning fæðunnar í bleikju-
mögum mun meira í röskuðu
vötnunum A-Friðmundar-
vatni og Þrístiklu en í órösk-
uðu vötnunum Mjóavatni og
V-Friðmundarvatni (9. mynd).
UMFJÖLLUN
ÁSTAND FISKISTOFNA
FYRIR OC EFTIR
VIRKJUN
Afli á sóknareiningu endur-
speglar að nokkru leyti fjölda
fiska á flatareiningu í vötnum
100 80 --r- 60 mmm ■ = 40 1 * „ I; M jóavatn il.Ui iii i
Ár-Year 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995
100 — 80 ~ 60 r 40 B a 20 .. ■ Austa í ra-Friðmunc i arvatn ii ií n
1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995
100 80 60 mm t 40 S -1 Vesta ll ra-Friðmunc lí arvatn ■ s
1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995
100 — 80 ^ 60 _ I 40 1 = 20 = 1 li Þrístik la r: r
1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 m Ó kynþr. -Immature H H vflarar ~Previous □ k ynþrrMature spawners
og þar með væntanlega einnig
fiskframleiðslu íþeim. Grynnri
vötnin, Mjóavatn, Austara-
og Vestara-Friðmundarvatn
voru með meiri afla á sóknar-
einingu og því líklega með
meira fiskmagn á flatareiningu
en Þrístikla í upphafi rannsóknanna. Mat á
stofnstærð bleikju yfir 18 cnt í Mjóavatni
1989 gaf stofnstærð á bilinu 44-50 þúsund
fiskaF sem gerir 175-224 fiskar/ha, en það ár
var afli í lögn 31 bleikja að meðaltali
(Þórólfur Antonsson og Guðni Guðbergs-
son 1989b). Sambærilegt stofnstærðarmat í
A-Friðmundarvatni 1977 gaf 42-50 þús.
bleikjur og því 214-262 físka/ha (Jón
Kristjánsson 1980). Afli tilraunaveiða var
mestur 1988 en fór þá minnkandi og náði
lágmarki 1990-1991. Minnkun í afla tilrauna-
veiða, og þar af leiðandi væntanlega
8. mynd. Hlutföll kynþroska fiska, ókynþroska fiska og
hvílara í Mjóavatni, Austara-Friðmundarvatni, Vestara-
Friðmundarvatni og Þrístiklu. - Proportions of mature,
immature and previous spawners of Arctic charr in Lake
Mjóavatn, Lake Austara-Friðmundarvatn, Lake Vestara-
Friðmundarvatn and Lake Þrístikla 1988-1995.
minnkandi stofnstærð, er veruleg. Afli á
sóknareiningu fellur ári seinna í V-Frið-
mundarvatni og Mjóavatni. Hugsanlega
getur sú minnkun í stofnstærð hafa byrjað á
milli áranna 1988 og 1989. En afli í lögn var
það mikill 1988 að net voru þéttsetin fiski og
hætt að veiða áður en þau voru dregin.
Aflatölur í lögn hefðu því líklega getað orðið
enn hærri 1988 en raun varð á. I kjölfar þess
varð veruleg fækkun á stærri fiski. Sú
fækkun hafði átt sér stað í A-Friðmundar-
vatni þegar tilraunaveiðar fóru fram þar
1989. Það kom glöggt í ljós þegar veiða átti
117