Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1997, Qupperneq 57

Náttúrufræðingurinn - 1997, Qupperneq 57
 og í sjó (Scarnecchia 1984, Guðni Guðbergsson 1988, Jónas Þór Þorvaldsson 1991, Þórólfur Antonsson o.fl. 1992 og 1996). Bleikjustofnar í vötnunum á Auð- kúluheiði voru stórir, eins og fram kom í tilraunaveiðum 1988, og mun meira af stórri bleikju í vötnunum en síðar varð og senni- lega hafa bæði stórir stofnar og hlutfallslega margir stórir einstaklingar verið viðkvæmir fyrir versnandi umhverfisskilyrðum og því fallið af náttúrulegum orsökum. Náttúruleg- ar sveiflur hafa áhrif á nýliðun, dánartölu og vöxt, ýmist einn eða fleiri þessara þátta. Miðað við hlutfall kynþroska fiska og ár- gangaskipan í tilraunaveiðum gefur það ekki tilefni til að álykta um miklar breytingar á nýliðun. Þó ekki sé hægt að tengja beint saman stofnstærðir og umhverfisbreytingar á Auðkúluheiði er líklegt að breytingar á umhverfisskilyrðum birtist þar á áþekkan hátt og gerist hjá öðrum fiskstofnum í fersk- vatni í þessum landshluta. Eins og að framan greinir sýna rannsóknir fyrir virkjun að náttúrulegar sveiflur verða í fiskstofnum vatna. Líklegt er þó að tilviljun hafi ráðið því að við upphaf rannsóknar þessarar, urðu verulegar breytingar á fisk- stofnunum sem skýra má með náttúrulegum breytingum. Þó urðu einnig breytingar á fisk- stofnum þeirra vatna sem urðu fyrir röskun af völdum virkjunar og sjást þær ekki í hinum tveimur vötnunum sem höfð voru til við- miðunar (Mjóavatni og V-Friðmundarvatni). ÁHRIF VIRKJUNAR OG MIÐLUNAR Á VÖTN Á VEITULEIÐINNI Almenn áhrif vatnsmiðlunar koma síður fram í vötnum á veituleiðinni en í sjálfu Blöndulóni. Blöndulón er gert á áður grónum heiðum og gönguleiðum fiska hefur verið lokað með stíflum. Miðlunarhæð í Blöndulóni getur verið allt að 9 metrar og rof því orðið á stærsta hluta botnflatar þess. Magn rofefna er einnig verulegt þar sem um talsverða þykkt jarðvegsefna er að ræða. Samfara rofi á landi hefur orðið tjölgun vatnalífvera. Það eru einkum skötuormur og dýrasvif sem þar hafa náð að fjölga sér í miklum mæli og sést af greiningu á fæðu bleikju þar. Krabbadýr og þá ekki síst skötuormur eru álitin góð fæða fyrir fisk og því hefur fiskstofninn í Blöndulóni vaxið mjög hratt (Guðni Guðbergsson o.fl. 1995). Þessi áhrif eru svipuð þeim sem hefur verið lýst í nýjum miðlunarlónum (Aass og Borg- strpm 1987), að undanskildum jökuláhrifum sem sjaldan koma fyrir þar sem virkjað er, annars staðar en á fslandi. Aukin frumfram- leiðsla í Blöndulóni hefur eflaust skilað sér, að einhverju leyti, niður eftir veituleiðinni. Afli í lögn í Þrístiklu eftir virkjun er meiri en hann var fyrir virkjun. Þessi aukning getur stafað af aukningu á næringarefnum og þar með aukinni þörungaframleiðslu. Bleikja í Þrístiklu gæti hafa notið góðs af framleiðslu Blöndulóns, bæði með reki svifþörunga, sem nýst geta sem fæða krabbadýra, og eins beint með reki krabbadýra í svifi. Fiskur getur einnig hafa borist úr Blöndulóni og komið fram í veiðum í vötnum á veituleið- inni. Til að fá enn betra yfírlit yfir áhrif miðl- unar hefði verið fengur að því að hafa mælingar á framgangi fisks í inntakslóninu en það er nýtt vatn myndað á grónu landi, eins og Blöndulón, en samt með gegnurn- streymi veituleiðarinnar. Vatnsmiðlun um vötnin á veituleiðinni hefur bein áhrif með mjög auknum vatns- skiptum og útskolun, auk þess að jökullitað vatn fer í áður tær vötn. Fræðilegur endur- nýjunartími vatna fer eftir stærð þeirra og vatnsrennsli en hér ákvarðast vatnsrennslið af rekstri virkjunarinnar. Stuttur endur- nýjunartími eykur útskolun og dregur úr frumframleiðni. Æskilegt er að sveiflur í rennsli séu sem minnstar og að rennslis- breytingum sé stjórnað þannig að þær gerist hægt. Jökulaurinn dregur einnig úr frum- framleiðni þar sem hún er háð sólarljósi og ef grugg er mikið verður hún aðeins í efsta lagi vatnsins. Þessar breytingar hafa haft þau áhrif fyrst eftir virkjun að fækkun varð í fisk- stofnum vatnanna á veituleiðinni og eldri einstaklingar í fiskstofnum hafa ekki náð að aðlagast breyttum skilyrðum. Þetta kemur ekki skýrt fram í fjölda fiska í tilraunaveiðum, einkum vegna þess að talsvert var um að 119
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.