Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 58
Austara-Friðmundarvatn eftir virkjun
0
40 2 1 : 0
B • 1 •
130 « 1 : , :
S e n ° ° 1 •
20 § 9
• | 8 8
%
) 2 4 é é 10
Aldur (ár)
10. mynd. Dreifing lengdar við aldur hjá bleikju úr tilraunaveiðum í Mjóavatni og
Austara-Friðmundarvatni. Tekin eru saman árin fyrir virkjun annars vegar og árin eftir
virkjun hins vegar. - Length distribution of Arctic charr in Lake Mjóavatn and Lake
Austara-Friðmundarvatn before and after the building of a hydroelectric powerplant in
River Blanda.
fiskur bærist niður veituna. Breytingar koma
fram í flestum þeirra þátta sem mældir voru
svo sem stærð, holdafari, kynþroska og
fæðu. Þær breytingar, sem fram koma í fæðu,
sýna að breytingar verða einnig á búsvæð-
um og samkeppnisstöðu fæðudýra og
hugsanlega einnig lfkur á afráni þeirra. Um
beinar breytingar á samsetningu og fram-
leiðslu fæðudýra er þó ekki hægt að segja
nákvæmlega til um, þar sem ekki var gerð
sérstök úttekt á smádýralífi önnur en sú sem
fram kemur í fæðu fiska. Breytingar á fæðu
bleikju fyrir og eftir virkjun eru greinilegar
þegar borin eru saman vötnin á veitu-
leiðinni, A-Friðmundarvatn og Þrístikla,
annars vegar og vötnin utan hennar, V-
Friðmundarvatn og Mjóavatn hins vegar.
í þessari rannsókn sést hve nauðsynlegar
viðmiðunarrannsóknir eru eins og þær sem
gerðar voru í óröskuðu vötnunum. Náttúru-
legar sveitlur eru augsýnilegar en þó vel að-
greinanlegar frá röskunaráhrifum virkjunar-
innar. Glögglega má sjá gildi þess að rann-
sóknir standi um lengri tíma og vöntun á
upplýsingum frá einstaka vötnum og árum
getur verið mjög bagaleg og rýrir fljótt gildi
langtímarannsókna í heild.
Að frádregnum náttúrulegum sveiflum
hefur sá framgangur sem orðið hefur í vötn-
unum á Auðkúluheiði verið svipaður þeim
sem búist var við fyrirfram og byggist á
þeirri reynslu sem fengist hefur af rann-
sóknum á miðlunarlónum við Þjórsá og
Tungnaá. Þar kom fram hraður vöxtur í
fiskstofnum, bæði í fjölda og vexti einstakl-
inga, fyrst eftir virkjun en þegar frá leið fór
vöxtur einstaklinga og kynþroskastærð
minnkandi og væntanlega framleiðsla einnig
120