Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1997, Side 59

Náttúrufræðingurinn - 1997, Side 59
Austara-Friðmundarvatn fyrir virkjun (B) 5 | 0 ' ..lliil. Kynþroska/Aíafure Ókynþroska/ Immature 12 14 16 18 20 22 24 26 28 30 32 34 36 38 40 42 44 46 Austara-Friðmundarvatn eftir virkjun (A) ..Illllllllllll.lllu.il......... 12 14 16 18 20 22 24 26 28 30 32 34 36 38 40 42 44 46 (B) Mjóavatn fyrir virkjun .lllllllli.llll i.. i,n.............. 12 14 16 18 20 22 24 26 28 30 32 34 36 38 40 42 44 46 25 i Mjóavaln eftir virkjun (A) Lengd - Length (cm) Jl 11 nfl^ nn 12 14 16 18 20 22 24 26 28 30 32 34 36 38 40 42 44 46 11. mynd. Lengdardreifmg kynþroska og ókynþroska bleikju í tilraunaveiðum í Mjóavatni og Austara- Friðmundarvatni. Tekin eru saman árin jyrir virkjun annars vegar og árin eftir virkjun liins vegar. - Lengtli distribution of mature and immature Arctic charr in Lake Mjóavatn and Lake Austara-Friðmundarvatn be- fore (B) and after (A) the building of the Hydroelectric Power-Plant in River Blanda. (Þórólfur Antonsson og Guðni Guðber-gs- son 1991 c). Á Auðkúluheiði er enn það stutt frá því virkjað var að ólíklegt er að fisk- stofnar svæðisins hafi náð þeirri mynd sem mun verða dæmigerð fyrir nýtt ástand. Miðl- unaráhrif úr Blöndulóni og rek fisks þaðan niður á veituleiðina standa enn. Búast má við því að sá hraði vöxtur og gott holdafar bleikjunnar sem nú sést í Þrístiklu, A-Friðmundarvatni og Blöndulóni standi ekki nema stutt. Enn er nokkur tími þar til fisk- stofnar vatna á veituleiðinni hafa aðlagast breyttum aðstæðum. Ekki eru forsendur til að meta vötnin á veituleiðinni og fisk- stofna þeirra með tilliti til nýting- ar, í samanburði við það sem áður var, fyrr en tímabundnum áhrif- um rofs og útskolunar verður lokið. Áhrifa rofs og útskolunar gætir nú aðallega ofan úr Blöndulóni og niður á veituleið- ina. Áform um frekari stækkun Blöndulóns innan tíðar mun valda nýjum og auknum miðlun- aráhrifum og þar með væntan- lega aukinni framleiðslu fyrst í stað sem fer síðan aftur dvínandi. Það mun enn seinka því að fisk- stofnar fari í það far sem verða mun til frambúðar. Nýting fiskstofna í vötnum hér á landi er fyrst og fremst með tvennum hætti: stangveiði og veiði með einhverskonar netum, mest lagnetum. Það mun skipta miklu varðandi nýtingu hver kynþroskastærð og vöxtur bleikju í vötnunum á veituleið- inni verður og einnig í Blöndu- lóni. Eftirspurn og ásókn í veiði fer að mestu eftir stærð fiska, holdafari og veiðivon. Samkvæmt framansögðu er sett fram sú spá að draga muni úr heildarfiskframleiðslu og kyn- þroskastærð einnig minnka í vötnunum á veituleiðinni og Blöndulóni þegar útskolunar- áhrifum lýkur. Stækkun Blöndulóns mun fresta þeirri þróun um nokkur ár. ÞAKKIR Rannsóknir þessar voru unnar fyrir Lands- virkjun sem kostaði þær. Friðþjófur Árna- 121

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.