Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1997, Síða 63

Náttúrufræðingurinn - 1997, Síða 63
Gömul MORÐGÁTA UPPLÝST Nýlega tókst með erfðatœkniaðferðum að ákvarða beinfimm einstaklinga sem urðu fórnarlömb blóðugrar byltingar fyrir 79 árum. Hér verður greint frá rannsóknunum og aðdraganda þeirra. byltingunni í Rússlandi 1917 var Nikulás II keisari hand- tekinn og fluttur með fjölskyldu sinni til Tobolsk og þaðan í aðra síberíska borg, Jekaterínbúrg eða Katrínarborg, undir austurhlíðum Úral- fjalla. (Borgin var kölluð Sverdlovsk á dögum Sovétríkjanna en hefur nú aftur fengið upprunalegt nafn sitt.) ■ AFTAKAN Þegar her hvítliða nálgaðist Katrínarborg úr austri fól Lenín sovétstjórninni í Perm, sem réð Úralsvæðinu, að „útrýma Róman- ovunum“. Og aðfaranótt 17. júlí 1918 knúði tólf ntanna aftökusveit dyra á húsinu þar sem fangarnir voru geymdir. For- sprakkinn kvaðst eiga að flytja keisarafjöl- skylduna á öruggari stað. Örnólfur Thorlacius (f. 1931) lauk fil.kand.-prófi í líffræði og efnafræði frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð 1958. Hann var kennari við Menntaskólann í Reykja- vík 1960-1967, Menntaskólann við Hamrahlíð 1967- 1980 og rektor þess skóla 1980-1995. Samhliða kennslustörfum hefur Örnólfur samið kennslubækur og hann hafði um árabil umsjón með fræðsluþáttum um náttúrufræði í útvarpi og sjónvarpi. Hann var um skeið ritstjóri Náttúrufræðingsins. í þess stað var fólkið leitt niður í kjallara hússins og tekið af lífi með skotvopnum og byssustingjum. Samkvæmt skýrslu sem síðar var birt var aftökusveitin með öllu óvön slíku verki og „ferlið“, frá því að fyrsta skotið felldi keisarann þar til staðfest var með púlsgreiningu að enginn væri á lífi, tók tuttugu mínútur. Einkum virtust byssukúlur vinna illa á dætrum keisarans. Nikulás var þá fimmtugur og kona hans Alexandra 46 ára. Dætur þeirra fjórar voru Olga, 22 ára, Tatjana, 21 árs, María, 19 ára, og Anastasía, 17 ára. Yngstur, 13 ára, var ríkisarfinn, Alexej. Fernt sem með þeim var í húsinu, þar með læknir fjöl- skyldunnar, Bodkín, var líka myrt svo enginn yrði til frásagnar. Þegar líkin voru svipt klæðum sást að prinsessumar höfðu falið gimsteina fjöl- skyldunnar í lífstykkjum sínum. Þar fékkst skýring á því hvers vegna skotin hrukku af þeim. Eftir að hellt hafði verið sýru yfir lrkin til að gera þau torkennilegri var þeim kontið fyrir í aflögðum námugöngum og nántunni lokað með handsprengjum. ■ LEITIN AÐ LÍKUNUM Sovétstjórnin reyndi lengi að fela morðin. Samkvæmt fréttatilkynningu hafði keisar- inn fyrrverandi verið sekur fundinn um ýmsa glæpi gegn þjóðinni og tekinn af lífi en fjölskylda hans var óhult. Árið 1924 I Náttúrufræðingurinn 67 (2), bls. 125-128, 1997. 125
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.