Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 64
greindi landflótta Rússi í París loks frá því
sem gerst hafði. Þessi maður, Níkolaj
Sokolov, hafði verið í hvítliðasveit sem
náði Katrínarborg á sitt vald um
stundarsakir skömmu eftir blóðbaðið.
Honum var falið að kanna afdrif keisarans
og fjölskyldu hans. Sokolov fann brátt
námuna og í henni hræ hunds sem fylgt
hafði húsbændum sínum í útlegð, beltis-
sylgju af keisaranum og gleraugu Bodkíns
læknis en líkin voru horfin.
Rúmum 60 árum síðar fundust hin
fyrstu. Alexander Avdonín jarðfræðingur f
Sverdlovsk fékk snemma áhuga á afdrifum
keisarafjölskyldunnar. Hann leitaði uppi
ættingja nokkurra úr aftökusveitinni,
meðal annarra son fyrirliðans, sem fékk
honum afrit af skýrslu um atburðarásina.
Þar kemur fram að fyrirliðinn, Jakov
Júrovskí, sótti líkin í námugöngin og gróf
öðru sinni á stað sem vísað er á í skýrsl-
unni.
Þangað fóru Avdonín og vinir hans
aðfaranótt 30. maí 1979 og grófu upp úr
mýri þrjár höfuðkúpur. Þar þóttust þeir
meðal annars hafa fundið höfuð keisarans,
sem síðar reyndist rétt. Þeir óttuðust að
verða sakaðir um afskipti af ríkis-
leyndarmálum og földu því beinin en grófu
þau aftur næsta sumar á sama stað í
trékistu með íkóni úr eir.
Eftir perestrojku Gorbatsjovs leystu
félagarnir frá skjóðunni og í júlí 1991 hélt
hópur manna á greftrunarstaðinn, þar á
meðal Avdonín og fornleifafræðingur á
vegum stjórnvalda. Við uppgröft fundust
beinaleifar níu af þeim ellefu persónum
sem líflátnar voru 1918.
126