Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1997, Side 65

Náttúrufræðingurinn - 1997, Side 65
2. mynd. Húsið í Katrínarborg þar semfjölskyldan var geymd og síðan líflátin. Grunur lék á að keisarasinnar hittust þar og Bresnév skipaði 1977 svo fyrir að húsið skyldi jafnað við jörðu. Það kom í hlut Borísar Jeltsíns, sem þá var ráðamaður í Sverdlovsk, að hrinda skipuninni í framkvœmd. (Der Spiegel.) ■ VÍÐTÆK SKYLDLEIKARANNSÓKN Eftir allan þennan formála víkur loks sögu að þeirri hátækni sem eiginlega átti að fjalla um í þessum pistli. Rússneskir sér- fræðingar greindu beinaleifarnar eftir aldri og kyni og komust brátt að þeirri niður- stöðu að þarna vantaði bein ríkisarfans og Maríu systur hans. Síðar voru kallaðir til breskir og bandarískir sérfræðingar í sam- eindaerfðafræði sem staðfestu að beinin væru úr fjórum körlum og fimm konum, meðal annars foreldrum og þremur dætrum þeirra. Til ákvörðunar á ættum fjölskyldunnar þurfti að fá erfðaefni úr hvatberum náins ættingja. Hvatberarnir erfast með öllu sínu erfðaefni frá móður til dætra og sona, aldrei frá föður (það eru engir hvatberar í sáðfrumunum). Systur- dóttursonur Alexöndru keisaradrottningar, Filippus hertogi af Edinborg og eiginmaður Elísabetar II, lét fúslega af hendi blóðsýni og með hjálp þess fékkst staðfest að mæðgurnar sem myrtar voru hefðu verið nánir ættingjar hans. Þess má geta að rannsóknirnar benda til þess að það hafi verið lík yngstu systurinnar, Anastasíu, ekki Maríu, sem ekki kom fram. Erfiðara var að sanna að fundnar væru Ieifar keisarans. Það rifjaðist upp fyrir mönnum að hann hafði árið 1892 heimsótt Japan. Þar særði tilræðismaður hann með sverði og vasaklútur með hinu keisaralega blóði er varðveittur á japönsku safni. Eftir talsvert stapp fékkst strimill úr klútnum en of margir höfðu handleikið hann og skilið eftir frumuleifar til þess að hægt væri að einangra úr honum erfðaefni úr keisar- anum. Þrjú náin skyldinenni Nikulásar fundust á lífi. Eitt þeirra, systursonur keisarans sem heima átti í Kanada, neitaði að láta frá sér blóðsýni. Hin tvö, skoskur hertogi og greifynja í Aþenu, voru samvinnuþýðari. DNA úr hvatberum beggja reyndist nákvæmlega eins, en á erfðaefninu í hvat- berum þeirra og líksins munaði einu basapari af 782. Trúlegust skýring var stökkbreyting í hvatberageni í keisaranum og líkindin á að beinin væru úr honum voru sögð 98,5%. Sérfræðingarnir voru samt ekki ánægðir. Þeir fengu því heimild til að lyfta gríðarþungri marmarahellu af gröf 127

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.