Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1997, Side 66

Náttúrufræðingurinn - 1997, Side 66
3. mynd. „Anna Anderson" eða Franziska Schanzkowska (til hœgri) var furðulík Anastasíu prinsessu. (Der Spiegel.) Georgís stórfursta, yngri bróður keisarans, í dómkirkju í St. Pétursborg. Sameinda- erfðafræðingar í Rússlandi og Bandaríkj- unum greindu erfðaefni sem þar fékkst og komust hvorir öðrum óháð að niðurstöðu sem birt var 31. ágúst 1995: í hvatbera- genum stórfurstans greindist sama basa- röðin og fundist hafði í beinunum sem talin voru úr bróður hans. Rannsóknin staðfesti því með 100% vissu að beinin væru úr Nikulási II keisara. ■ ÓFUNDNU SYSTKININ Afdrif þeirra Anastasíu og Alexejs hafa verið mörgum hugleikin. Þar sem líkams- leifar þeirra fundust ekki komust fljótt á kreik sögusagnir um að þau hefðu á einhvern hátt komist undan. Trúlegra verður samt að telja að líkin hafi týnst. Grunur lék á að keisarinn hefði komið miklum eignum úr landi og ýmsir hafa gert tilkall til erfðanna. Nokkrir krónprinsar hafa komið fram, fyrst sem Alexej en nýverið kom meintur sonur hans til skjal- anna og vildi setjast á valdastól í Rússlandi. Frægust af „Anastasíunum" er sjálfsagt „Anna Anderson“, sem kom fram 1920 og heimtaði síðar arf sinn. Enginn dómstóll féllst þó á kröfuna enda spillti talsvert fyrir konunni að hún kunni ekki orð í rússnesku en bar við minnistapi sakir andlegs álags. Um hana var gerð kvikmynd þar sem Ingrid Bergman fór með titilhlutverkið. Anastasía þessi lést 1984 og líkið var brennt. Tíu árum síðar fengu sameinda- erfðafræðingar samt í hendur blóð- og vefjasýni úr henni og gátu hrakið með óyggjandi rökum að hún hefði verið af ætt Rómanova. í ljós kom að hún hét Franz- iska Schanzkowska og var dóttir pólskrar kaupakonu. ■ heimildir Follath, Eric. Das Geheimnis der Zaren. Ónefndur höfundur. Lesen im Ozean der Gene. Báðar greinamar eru í þýska vikuritinu Der Spiegel, 13/25.3.96. PÓSTFANG HÖFUNDAR Örnólfur Thorlacius Bjarmalandi 7 108 Reykjavík 128

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.