Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 69
mikilvægt að leggja ekki sömu merkingu í
orðin þekking og upplýsingar, þótt hún geti
vissulega skarast í sumum tilfellum.
Þar sem störf mín hafa ætíð tengst jarðhita
er mér tamt að taka dæmi úr þeim geira.
Jarðhiti er með verðmætustu auðlindum
okkar og því hljóta allai' rannsóknir á jarðhita
að flokkast undir nytjarannsóknir. Þegar um
það er að ræða að undirbúa nýtingu jarðhita
felur vinnan við þann undirbúning í sér
athugun eða könnun á tilteknu svæði eða
svæðum með þekktum aðferðum. Með
athuguninni fási nýjar upplýsingar um
eiginleika þess svæðis eða þeirra svæða
sem verið er að athuga. Markmið athug-
unarinnar er að afla slíkra upplýsinga. Ef
reynslan sýnir að illa gengur geta menn
spurt: Þarf að bæta þekkinguna eða tæknina
og, ef svo er, á hvaða sviðum? Þekkinguna
má bæta með rannsóknum eða með því að fá
hana frá öðrum sé hún til staðar. Hvort
tveggja kostar vinnu og peninga.
Ég hef unnið nokkuð við jarðhitaverkefni
erlendis og með erlendum sérfræðingum þar
sem tilgangur verkefnanna er vinnsla jarð-
hita. Vinnan við þessi verkefni felur í sér
margþættar mælingar og boranir sem miða
að því að skilgreina vinnslueiginleika við-
komandi svæðis og leggja mat á kostnað við
að afla vatns eða gufu eftir því sem við á.
Ekki mundi nokkur enskumælandi maður
mér vitanlega, sem við slik verkefni vinnur,
segja að hann ynni við „geothermal re-
search“ heldur „geothermal investigations“
eða „geothermal development". íslendingar
myndu hins vegar hafa tilhneigingu til að
segja að vinnan fæli í sér jarðhitarannsóknir
og þýða það yfir á ensku með „geothermal
research“.
Á síðasta áratug fóru fram rannsóknir í
nokkrum löndum á styrk ýmissa gastegunda
í jarðgufu. Með þeim var sýnt fram á að nota
mætti styrk gass í gufu í gufuhverum á
háhitasvæðum til að segja fyrir um hitastig
vatns sem afla mætti með borunum. Hér var
unt að ræða rannsókn sem bætti við þekk-
inguna og þá þekkingu má nota hvar sem er
í heiminum viðjarðhitaleit.
Á sama tíma fóru fram athuganir á jarð-
hitasvæðinu á Nesjavöllum (1. mynd). Þar
var beitt þeirri þekkingu sem til staðar var til
að afla upplýsinga um vinnslueiginleika
jarðhitakerfisins. Niðurstaðan var virkjun
og nýting jarðhitans. Hefði verið reynt að
virkja jarðhitann á Nesjavöllum á sjöunda
áratugnum, þegar Reykjavíkurborg keypti
landið þar og jarðhitaréttinn, er ég sann-
færður um að það hefði mistekist vegna
þess að þekking hér á landi var ónóg. En
hvernig varð þessi þekking til? Það er
þýðingarmikið að svara þeirri spurningu.
■ HVAÐA AFLEIÐINGAR
HEFUR MERRINGARLEYSI
ORÐSINS RANNSÓKN?
Gallinn við þá víðtæku merkingu sem orðið
rannsókn hefur nú er sá að leikmönnum
virðist oft ekki ljóst hvað við er átt þegar
rætt er um rannsóknir eða hvert markmið
þeirra sé. Sama virðist einnig gilda um
stjórnmálamenn og ér það öllu verra.
Áberandi er að það sem yfirleitt er flokkað
undir hagnýtar rannsóknir hér á landi felur í
raun alls ekki í sér rannsóknir. Hér skal nefnt
eitt dæmi til stuðnings þessari staðhæfingu:
Það sem m.a. hefur verið flokkað undir
steypurannsóknir felur í sér að steypa
kubba sem settir eru inn í heitan og rakan
klefa og mæla hvort og þá hversu hratt og
mikið kubburinn þenst út. Með þessu er
aflað upplýsinga um gæði hráefnisins í
steypuna. En hér er ekki um rannsókn að
ræða heldur prófun. Steypurannsóknir
hefðu m.a. þann lilgang að auka við þá
þekkingu sem til er og varðar gæði og
endingu steypu. Þessar prófanir auka ekki á
þekkinguna þótt þær veiti ákveðnar
upplýsingar sem vissulega hafa sitt gildi.
Prófanir af þessu tagi segja ekki til um
endingartíma steypunnar heldur hvort
viðkomandi steypuefni uppfylli ákveðnar
gæðakröfur eða staðla. Varla mundi nokkur
leggja út í prófun sem tæki áratugi til að
ganga úr skugga um endingu steypu. Hins
vegar mætti segja fyrir um endingartímann
ef kleift reyndist með rannsóknum að skilja
þau efnahvörf sem verða í steinsteypu og
ráða mestu um þenslu hennar og endingu.
131