Náttúrufræðingurinn - 1997, Qupperneq 70
Með því að skilgreina hagnýtar rannsókn-
ir á þann hátt sem almennt virðist gert er í
raun hamlað á móti sköpun nýrrar þekkingar
- nýsköpun. Að rannsóknir séu hagnýtar
ber nefnilega með sér að sýna megi fram á
það fyrirfram hvort viðkomandi „rannsókn”
hafi hagnýtt gildi. Menn sjá eðlilega að
allskyns prófanir eða mælingar hafi ákveðið
gildi - séu hagnýtar. Hins vegar er
árangurinn af leit að nýrri þekkingu óljós
eðli málsins samkvæmt og þar með hagnýtt
gildi óunninna rannsókna í þrengri
merkingu þess orðs.
■ STjÓRNUN -
VERKSTÝRING
Geysileg sérhæfing einkennir raunvísindi.
Hún er þess eðlis að raunvísindin eru ekki
skiljanleg öðrum en þeim sem hafa ákveðna
bakgrunnsþekkingu. I okkar dvergvaxna
þjóðfélagi er sú krafa gjarnan gerð til raun-
vísindamanna að þeir útskýri gildi rann-
sókna og rannsóknarniðurstöður í almennu
máli. Jafnvel þótt þeim takist vel til, skilja ef
til vill fáir hvað unt er að ræða. Ráðamenn
sem ekki skilja, af því að þeir búa ekki yfir
raunvísindalegri þekkingu, þurfa eftir sem
áður að gera upp hug sinn og ákveða hvaða
rannsóknir skulu stundaðar. Útkoman hér á
landi virðist oft vera sú að frumkvæðið er
tekið af rannsóknarmönnum og þeim
verkstýrt. Avöxturinn er sá að þekking er
vannýtt og rannsóknarmönnum finnst þeim
ekki boðið upp á störf sem séu krefjandi og
þeir leita annað, margir til útlanda.
Stjórnmálamenn velja sér oft og tíðum
ráðgjafa sem tala „skiljanlegt“ mál. Þeir
ganga eðlilega út frá því að allt sem ráð-
gjafarnir segja sé byggt á reynslu þeirra af
rannsóknum. Því miður gerist það stundum
að tillögur ráðgjafanna eru bara pólitík.
Afleiðingin er sú að þekking er vannýtt.
Með því að kanna starfsemi rannsóknar-
stofnana hér á landi, viðhorf sérfræðinga til
hennar og árangurinn, má átta sig nokkuð á
því hverskonar stjórnun hefur reynst best.
Það væri full ástæða til að gera slíka könnun.
A einni stofnun, sem ég sé ekki ástæðu til að
nafngreina, hefur verkstýringu verið beitt
við stjórnun aðallega þó gegnum fjár-
veitingar. Það hefur leitt til þess að áhersla
hefur verið lögð á hverskonar prófanir en
rannsóknir setið á hakanunt. Fyrrverandi
starfsmaður þessarar stofnunarinnar sagði
eitt sinn við mig að þær „rannsóknir" sem
hann ynni við væru í raun staðlaðar
prófanir, nánast snatt. Á þessari stofnun
eru aðeins 4 af 27 sérfræðingum með
doktorspróf. Doktorspróf er almennt talið
vera mælikvarði á hvort einstaklingur hafi
sýnt fullnægjandi hæfni til að stunda
rannsóknir sjálfstætt. Að vísu segir það
ekkert til um hvort tiltekinn einstaklingur,
sem ekki hefur lokið doktorsprófi, sé fær um
að stunda rannsóknir sjálfstætt. Margar
ástæður aðrar en hæfi til náms geta legið að
baki því að hann fór ekki í framhaldsnám til
doktorsprófs. Engu að síður hlýtur þessi
mannaflasamsetning að endurspegla þörf
stofnunarinnar á sérhæfðum starfskrafti að
mati stjórnenda hennar.
Á Orkustofnun eru tvær megindeildir,
Vatnsorkudeild og Jarðhitadeild. Þessum
deildunt var stýrt með mjög mismunandi
hætti frá sjöunda áratugnum og fram eftir
þeim níunda. Eftir það hefur ófagleg stjórn-
un gegnum fjárveitingar farið sívaxandi. Á
þessum tíma var gjarnan hafður sá háttur á á
Vatnsorkudeild að verkefni voru útfærð af
yfirstjórn og þeir ráðnir sem vildu vinna
undir slíkum merkjum. Á Jarðhitadeild var
lögð áhersla á að laða menn að deildinni með
sem mesta þekkingu. Til þess var ætlast af
þessum hópi manna að þeir notfærðu
þekkingu sína og bættu við hana með það
að markmiði að stuðla að aukinni nýtingu
jarðhita. Þeim var ekki verkstýrt að öðru
leyti, ekki sagt hvernig þeir ættu að vinna.
Mismunandi stjórnunarstíll á þessum tveim
deildum kemur vel fram í mannaflasam-
setningunni eins og hún var þá. Um 1980
voru sárafáir sérfræðingar með doktorspróf
við Vatnsorkudeild en tiltölulega miklu fleiri
á Jarðhitadeild.
Árangurinn af framförum á Jarðhitadeild
Orkustofnunar á þessum tíma lét ekki á sér
standa. Á örfáum árunt byggðist þar upp
þekking sem gerði virkjun háhitasvæða
132