Náttúrufræðingurinn - 1997, Síða 79
Frá skaftáreldum:
Flatahraun OG
Ruddi
JÓN JÓNSSON
eir sem farið hafa til Laka og
um leið nokkuð skoðað vestur-
gjá Eldborgaraða, hafa orðið að
fara yfir lítið hraunbelti suður af
Lambavatni, og þá naumast veitt því mikla
athygli. Þó liggur slóðin á smákaila meðfram
þessu hrauni. Megi menn vera að því að
stíga út úr bílum eða bara að líta út um
gluggann og í átt til gígaraðarinnar, kemur í
ljós að hraun þetta hefur runnið upp að
einum stóru gíganna sem eldri eru en frá
gosinu 1783 og ég tel að heitið hafi
Rauðöldur (Jón Jónsson 1990), austur með
honum og myndar flata lítið eitt bungulaga
gróðurlausa hraunsléttu, sem frá sér sendir
mjóa totu í átt til Lambavatns.
Ef farið er nokkuð vestur með norðurrönd
þessa hrauns, þar staldrað við og hugað að,
verður fyrir dálítil, gróft hringlaga hraun-
slétta, með lítið eitt uppverpta kanta, einkum
að norðan- og vestanverðu. Svo virðist sem
á þessum bletti, sem er 15-25 m í þvermál og
vestast á hrauninu rétt áður en því tekur að
halla vestur af, séu upptök þessa hrauns.
Jón Jónsson (f. 1910) lauk fil.lic.-prófi í jarðfræði frá
Uppsalaháskóla árið 1958. Hann starfaði hjá
Raforkumálaskrifstofunni og síðar Orkustofnun frá
1958 til 1980 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Þar
fékkst Jón einkum við leit að köldu og heilu vatni og
síðast við gerð jarðfræðikorts af Reykjanesskaga. Á
árunum 1969-1974 starfaði Jón á vegum Sameinuðu
þjóðanna í Mið-Ameríku og fór síðar fjölda ferða sem
ráðgjafi á þeirra vegum, einkum til Afríkulanda. Eftir að
hann lét af störfum hefur hann haldið áfram
rannsóknum, in.a. við Eyjafjallajökul og í nágrenni við
æskuslóðirnar í Vestur-Skaftafellssýslu. Jón Jónsson
er heiðursfélagi í Hinu íslénska náttúrufræðifélagi.
Það hefur verið gaslítið og ollið rólega upp
án þess að hlaða upp gígrima. Því hef ég
nefnt það Flatahraun (1. mynd). Norðan við
uppvarpið endar hraunið í þverhandar-
þykkri brún ofan á þykku vikurlagi, án efa frá
upphafi gossins 1783. Hraunið hefur að því
er virðist runnið yfir vikurinn svo til
nýfallinn og orðið til í fyrstu goshrinunni
þegar „upp kom svart sandmistur og mokkur
svo stór, að hann á stuttum tíma breiddi sig
yfir alla Síðuna og nokkuð af Fljóts-
hverfinu“ (Jón Steingrímsson 1973). Vikur-
lagið er alveg við hraunröndina meira en 1,5
m þykkt, eins allt í gegn og úr vikurkornum
sem eru um 1,5-2 cm í þvermál og næsta
frauðkennt gler. Frá uppvarpinu liggja
hraunrásir í lokuðum pípum til vesturs og
suðvesturs (2. mynd) niður brekku og út á
sléttu sem að sunnan er takmörkuð af Stóra-
Svarti, gosmalargígnum mikla frá fyrsta gosi
Eldborgarraða. Ljóst er af landslaginu að
þangað gat hraunið ekki runnið nema því
aðeins að upptök þess væru á áðurnefndum
stað eða a.m.k. því sem næst.
Lengi nokkuð eftir að ég veitti þessu
hrauni sérstaka athygli var ég í nokkrum
vafa um hvernig bæri að skýra tilveru þess
og er að því vikið í fyrri ritgerð (Jón Jónsson
1994), en eftir margendurteknar athuganir
og nokkrar mælingar tel ég nú ekki ástæðu til
að efast um að þar hafi hraun, í byrjun
Skaftárelda, komið upp nokkru utan við aðal
gígaröðina. Það hefur myndað hrauntjörn
yfir og umhverfis uppvarpið en út frá henni
hafa hraunrásir legið í þrjár áttir, norður í átt
Náttúrufræðingurinn 67 (2), bls. 141-143, 1997.
141