Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 83

Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 83
Hafa skal það sem sannara rjeynist í Náttúrufræðingnum 28. árg. 1958, 2. hefti, bls. 108, birtist ljósmynd af framhlaupi í Kollafirði í Strandasýslu. Ég komst fyrst í kynni við Náttúru- fræðinginn uin 1971 og rakst þá strax á þessa mynd og þótti hart að kannast ekkert við landslagið. Ég er nefnilega þaulkunnugur í Kollafirðinum. Var þar t.d. 6 sumur „í sveit“ fyrir fermingu og hef síðan í hálfa öld átt þar leið um nokkrum sinnum flest ár. Ég svip- aðist um eftir þessuin staðháttum næstu 10- 12 árin, en fann aldrei neitt. Myndin gat ekki verið úr Kollafirðinum. En hvaðan var hún? Ég fann hjá mér þörf til að komast til botns í þessu og láta myndarhöfundinn vita af misrituninni, hvernig svo sem í henni lægi. Bókin „Myndir úr Strandasýslu“ (1962) eftir Tryggva Samúelsson hefur legið uppi í hillu hjá mér síðan hún kom út. Ég fletti henni oft. Kvöld eitt árið 1982 var ég kominn að bls. 29 í bók Tryggva. Blasir þar við (efri mynd) Eyrarfjall í Bitru ineð myndarlegu framhlaupi í mlðri' hlíð, gegnt bænum Sandhólum. Ég fletti af rælni upp á Nfr.- myndinni til samanburðar. Mér fannst myndirnar svo sem ekki ósvipaðar, en ekkert meira. Ég vildi kanna málið betur á vettvangi. Fór að hafa myndavél meðferðis á flakki mínu. Stundum vildi þó gleymast að taka hana upp fyrr en Bitran var að baki, en oftar voru skilyrði til myndatöku slæm. Loks nú 1997 átti ég leið norður á Strandir og náði skýrri mynd í fegurstu haustblíðu. Hún sýnir Eyrarfjallið ineð framhlaupinu og þjóð- veginn þvert yfír Bitruna (Sandhólabærinn er nokkuð út úr myndinni t.v.). Ég legg inyndina hér með. Sé hún borin saman við Nfr,- myndina fer varla milli mála að báðar eru af sama fyrirbærinu. Mynd Tryggva er viðbótarsönnun fyrir mér. A henni sést Sandhólabærinn í forgrunni og sýnir alla afstöðu. Með því að samband verður ekki lengur haft við myndarhöfundinn í Nfr., sem áður getur, sendi ég blaðinu þessar vangaveltur mínar, ef ástæða þykir til að leiðrétta textann undir myndinni. Með kveðju, Óli E. Bjömsson Laugarbraut 27 300 Akranesi. 145

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.