Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1997, Qupperneq 87

Náttúrufræðingurinn - 1997, Qupperneq 87
Leyndardómar Vatnajökuls Hjörleifur Guttormsson og Oddur Sigurðsson: Leyndardómar Vatnaiökuls VÍÐERNI, FJÖLL OG BYGGÐIR Fjöll og firnindi, Reykjavík 1997. f október sl. kom út bók sem áhugamenn um náttúru íslands hljóta að staldra við. Hún er 280 bls. að stærð, með myndum á hverri síðu og nefnist: Leyndardómar Vatnajökuls. Víðerni fjöll og byggðir. Höfundar eru Hjörleifur Guttormsson, alþingismaður og líffræðingur, og Oddur Sigurðsson, jarð- fræðingur og jöklamælingamaður. Bókin hefst á stuttum almennum inngangi um umbrotin í Vatnajökli haustið 1996 og þar kemur fram að þau urðu hvatinn að bókar- skrifum þeirra félaga. Næst kemur jökla- fræðilegur kafli, eins og vera ber, þar sem greint er frá helstu grundvallaratriðum sem jökla varða og því hvers vegna Vatnajökull er þar sem hann er, stærð hans og ýmsum eiginleikum. Síðan kemur lýsing á eldsum- brotunum 1996 og jökulhlaupinu mikla sem kom í kjölfarið. Frásögnin er lifandi og æsileg enda höfundur textans á vettvangi og mátti hafa hraðan á og forða sér þegar hlaupið steyptist undan jöklinum niður Skeiðarársand. Eftir þetta er skotið inn kafla um eldfjallafræði og öskulög og stöðu ís- lands í heimsmynd jarðfræðinnar. Jafnframt er sagt frá öðrum eldstöðvum sem leynast undir Vatnajökli. Þegar hér er komið sögu telst umfjöllun um gosið í Gjálp og Gríms- vatnahlaupið 1996 lokið en þá byrjar annar hluti bókarinnar, sem er lýsing á vestan- verðum Vatnajökli og aðliggjandi svæðum. Ferðin hefst nyrst í Vonarskarði og henni léttir ekki fyrr en á hlaðinu á Breiðá á Breiða- merkursandi, hinu fornfræga höfðingjasetri sem hvarf undir jökul snemma á 18. öld en er nú komið undan ísi á ný þótt enginn viti nákvæmlega hvar bæjarstæðið var. Á þessari leið er greint frá staðháttum og helstu náttúruviðburðum sem orðið hafa á þessum slóðum síðan sögur hófust. Og satt að segja er af nægu að taka, eldsumbrot meiri en annarsstaðar á jarðarkringlunni, stórflóð, framgangur og hörfun jökla á víxl og uppblástur lands. í rammaklausum er ýmsu viðbótarefni komið fyrir, kveðskap, þjóðlegum fróðleik og þess háttar. Víða er leitað fanga til verksins enda fyllir heimildaskráin í bókarlok 10 síður. Þar eru einnig nafnaskrá og örnefnaskrá með yfir 1100 staðaheitum. Þegar rituðu efni hafa verið gerð skil er ekki nema hálf sagan sögð því yfir 300 ljós- myndir eru í bókinni auk uppdrátta og línu- rita. Ljósmyndir í bókum sem þessarri þurfa standast tvær ólíkar kröfur. Þær eiga að vera fallegar og hafa upplýsingagildi. Skorti á annað hvort þarf hitt atriðið að vega það UPP- Ég held að engri mynd sé ofaukið í þessari bók og margar þeirra eru hreint augnayndi. Linsunni er beint víða, niður í leirinn og upp til stjamanna og á allt þar í milli, bæði á lýs og menn. Þeir Oddur og Hjörleifur eiga fjölmargar myndir hvor en auk þeirra eru 32 aðrir skráðir fyrir myndum. Af nýjum bókum Skýringarmyndirnar eru fróðlegar, ekki síst þær sem byggðar eru á gögnum jökla- mælingamanna Orkustofnunar og Jökla- rannsóknafélagsins. Þau sýna gang skrið- jökla síðasta mannsaldurinn eða svo. Mér er nær að halda að þarna séu dregin fram mikil gögn sem ekki hafa birst á bók áður. En þótt mér finnist þetta hin besta bók er ekki þar með sagt að ég sé sammála öllu sem í henni stendur. Á bls. 83 er rætt um Köldu- kvíslarbotna og þeir sagðir vera við jaðar Köldukvíslarjökuls. Neðanmáls er því bætt við að á sumum uppdráttum Landmælinga íslands hafi botnarnir verið settir langtum sunnar, á aurana meðfram Köldukvísl aust- norðaustur af Hágöngum, þar sem nú er fyrirhuguð Hágöngumiðlun. „Það verður að teljast rangt og þarf að leiðrétta,“ segja höfundar bókarinnar. En hér eru þeir komnir út á hálan ís. Það er ekki bara „á sumum 149
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.