Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 88

Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 88
uppdráttum Landmælinga íslands“ heldur nánast öllum, að Köldukvíslarbotnar hafa verið settir á aurana austan við Hágöngur. Þeir birtust þar strax á fyrsta nákvæma kortinu af þessum slóðum, korti danska Her- foringjaráðsins, sem út var gefið 1943. Háhitasvæðið þarna á áraurunum hefur verið kennt við Köldukvíslarbotna í öllum gögnum Orkustofnunar frá því að svæðið komst á skrá og á öllum jarðhitakortum er nafnið sett á þennan stað. Að auki er örnefnið haft á fyrrgreindum stað á örnefna- korti, sem varðveitt er á Ornefnastofnun, eftir Ingólf Einarsson og Hermann Guðjónsson, en þeir eru manna kunnugastir nafngiftum á þessum slóðum. Örnefnið fór ekki að reika fyrr en með lýsingu Haraldar Matthíassonar á Bárðar- götu í Arbók FI 1963. Þar fínnur hann Köldu- kvíslarbotnum stað á ruðningsöldunum við rönd Köldukvíslarjökuls. Afleiðingin af því varð sú að á nýjustu kortum (DMA-kortum L.I.) er örnefnið sýnt á tveimur stöðum þ.e. á gamla hefðbundna staðnum og líka við jökuljaðarinn. Köldukvíslarbotnar er gamalt örnefni og eru nefndir í Ferðabók Sveins Pálssonar. I Þjóðsögum Jóns Arnasonar er þess getið að fyrrum væru þar miklar útilegumanna- byggðir. Björn Gunnlaugsson og Sigurður Gunnarsson fóru um Köldukvíslarbotna árið 1839, fyrstir seinni alda manna svo vitað sé. Lýsingar þeirra eru ekki svo glöggar að unnt sé að staðsetja botnana með vissu eftir þeim enda ólíklegt að þeir hafi vitað ná- kvæmlega sjálfir hvar ætti að finna þeim stað. Langlíklegasta skýringin á orðrómnum um útilegumannabyggð í Köldukvíslar- botnum er að gangnamenn úr Rangárþingi hafi komið upp að Hágöngum og séð yfir víðáttumikla flatana þar austur af, þar sem Kaldakvísl var að ná fullri stærð á sléttum eyrartungum, lindalækir liðuðust um gróður- flesjur og reykir stigu upp af lágunt þústum sem minntu á bæi í breiðri sveit úr fjarska. Flulningurinn á Köldukvíslarbotnum upp að jökli dregur örlítinn dilk á eftir sér. Hann skilur aurana og hitasvæðið austan Há- gangna eftir nafnlaus. í örnefnaskrá frá um 1950, eftir þá feðga Hermann Guðjónsson og Guðjón Jónsson frá Asi, telja þeir Hjörleifur sig fínna gamalt nafn á háhita- svæðinu. Þar segir: „I Vonarskarði og suður af því er Laugarsvæði, þar er mikið af hverum og heitum uppsprettum“ (bls. 85). Eins og sjá má virðist hér átt við allan jarðhitann bæði í Vonarskarði og á svæðinu austur af Hágöngum. Það er því hæpið að kalla jarðhitastaðinn, sem fer á kaf í Há- göngumiðlun næsta sumar, Laugarsvæði, eins og þeir gera. Af ýmsum öðrum ástæð- um er þetta líka afar óheppilegt örnefni. Niðurstaða þessara untþenkinga er sú að best sé að merkja Köldukvíslarbotna þar sem ríkust hefð er fyrir þeim, það er á aurunum austan við Hágöngur. Háhita- svæðið skal áfram kennt við þá. Laugar- svæði á ekki að nota. f framhaldi af þessu verð ég að Ieiðrétta litla villu í neðanmálsgrein á bls. 85. Þar er sagt að Guðjón í Ási hafi verið í leiðangri Fontenays sendiherra árið 1925 og farið þá um Holtamannaafrétti og Hágangnasvæði. Hið rétta er að þeir fóru ekki um þær slóðir heldur um víðátturnar sunnan Köldukvíslar, Veiðivatnahraun og að Heljargjá. Hér hefur óþartlega mörgum orðum verið varið í smámuni og neðanntálsgreinar. Leyndardómar Vatnajökuls er stórfróðleg bók og fögur, lipurlega samin og vel gerð. Útgefandinn er nýtt forlag, Fjöll og firnindi. Það var stofnað vegna þessarar útgáfu, eftir að bókarhöfundar höfðu gengið bónleiðir til búðar frá hverju forlaginu eftir annað. Nú held ég að margir bókaútgefendur megi naga sig í handarbökin og bölva glám- skyggni sinni í sand og ösku. Ekki veit ég hvort bókin Leyndardómar Vatnajökuls verður tilnefnd til íslensku bókmenntaverð- launanna en hún ætti það skilið. Árni Hjartarson 150

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.