Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 89

Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 89
1 Getið nýrra sveppabóka FRÁ GRANNLÖNDUM Torbj0m Borgen: SVAMPE I GR0NLAND Fotos af Jens H. Petersen. Redaktion: Henning Knudsen. Atuakkiorfík, Nuuk 1993. Grænland er næsti nágranni okkar í vestri og norðri, mikið land, nánast eins og heimsálfa á mælikvarða okkar litlu eyju, en mestur hluti þess er hulinn þykkum jökli. Það er eins og ísöldin mikla sem rfkti á norðurhveli jarðar fyrir aðeins um 10 þúsund árum hafi dagað uppi á Grænlandi. Þó er hinn gróni og græni hluti Grænlands líklega margfalt stærri en gróðurlendi fslands. Á suðvesturhlutanum eru víðlend svæði þakin birki-, elri- og víðikjarri, en fjall- drapamóar, lyngheiðar og rjúpnalaufsmóar eru útbreidd gróðurlendi þegar norðar dregur, að ógleymdum snjódældagróðri með dvergvöxnum víðitegundum eins og við þekkjum hér. Þó eru flóra og gróður Grænlands býsna ólík því sem hér þekkist, sem stafar bæði af ólíku loftslagi og ólíkum uppruna eða gróðursögu. Flóra Grænlands er að stórum hluta amerísk en flóra íslands er yfirgnæfandi evrópsk. Það vaxa líka sveppir á Grænlandi í ótrúlegum fjölbreytileika, allt frá suðurodda Hvarfs til norðurstranda Pearylands sem ekki er svo ýkja langt frá Norður- heimskautinu. Sveppaflóran erþó að vonum ríkulegust í suðri, einkum í birkiskógunum og mun þar vera sambærileg við það sem gerist hér á landi. Þá eru snjódældir með grasvíði og tleiri víðitegundum, rjúpnalaufsheiðar og fjalldrapamóar einnig nokkuð auðug af sveppum. Og nú hafa Grænlendingar eignast sína sveppabók, hina fyrstu sem skrifuð er fyrir almennan lesanda og notanda, því ýmislegt hafði áður verið um grænlenska sveppi ritað í fræðibókum og tímaritum. Danska ríkið hefur í meira en heila öld staðið fyrir umfangsmiklum náttúrurannsóknum á þessu risalandi og sent þangað óteljandi leiðangra, þar á meðal nokkra sveppafræðinga sem hafa gert rannsóknum sínum ítarleg skil á prenti. Má þar sérstaklega nefna Morten Lange sem dvaldi á SV-Grænlandi sumarið 1946 og varð fyrstur til að safna þar og nafngreina stó- rsveppi. Gerði hann grein fyrir þeim rann- sóknum í þremur heftum af safnritinu Meddelelser om Grpnland. Síðan hafa ýmsir danskir og erlendir sveppafræðingar lagt leið sína þangað og síðast en ekki síst hafa Grænlendingar nú eignast sveppafræðing, Torbjprn Borgen að nafni, sem er aðalhöfundur umræddrar bókar. Hann er kennari að mennt og starfi og á heima í Paamiut (Frederiksháb) nyrst í hinni fornu Eystribyggð íslendinga. Reyndar er hann uppalinn í Færeyjum, lærði í Danmörku og er vel læs á íslensku, þó ekki hafi hann dvalið hér. Þegar hann kom til Grænlands 1978 byrjaði hann strax að kynna sér grænlenska stórsveppi og hefur síðan tekið þátt í nokkrum rannsóknaferðum til ýmissa hluta þessa víðáttumikla lands, með sveppa- fræðingum frá Danmörku og fleiri löndum. Af nýjum bókum Samstarfsmenn hans við gerð bókarinnar eru vel þekktir danskir sveppafræðingar af yngri kynslóðinni. Jens H. Petersen sem tók flestar myndir í bókina er kennari í sveppafræði við Árósaháskóla og hefur nýlega ritað ágæta kennslubók um það efni (sjá aðra ritfregn) en Henning Knudsen er safnvörður við Grasafræðisafnið (Botanisk Museum) í Kaupmannahöfn. 1 bókinni er 64 grænlenskum sveppa- tegundum lýst í mynd og máli á jafn mörgum blaðsíðum. Tekur ljósmyndin efri helming síðunnar en frekar stutt tegundarlýsing er þar fyrir neðan, ásamt upplýsingum um vaxtarstaði, útbreiðslu o.fl. Ljósmyndirnar eru langflestar skýrar og góðar og prentun þeirra gallalaus. Þær eru allar teknar á fundarstöðunum í náttúrulegu umhverfi, með tilheyrandi gróðri o.s.frv. 151

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.